Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 2
2
og lifsskoðun feðra vorra, þessum dírmætu forn-
menjum, sem allar frændþjóðir vorar öfunda oss
íslendinga af að hafa varðveitt. Þeim mönnum,
sem grafist hafa eftir þeim djúpu leindarmálum, er
felast í þessum fornu tjársjóðum, hættir við að fara
líkt og þeim, sem grata i hauga eftir gulli og ger-
semum. ímindunarafi þeirra hleipur með þá í gönur
og þeir sjá alskonar missíningar og ofsjónir. Dæmin
eru deginum ljósari, og hirði jeg ekki að telja þau,
enn þó get jeg ekki bundist þess að taka það fram,
að mjer finst dr. F J. ekki hafa farið með öllu
varhluta af þessum ósköpum, og er honum það als
ekki láandi, því að slíkt hefur hent fleiri enn hann.
Mjer veitir því víst heldur ekki at að taka ofan og
kirja ferðamannabænina, áður enn jeg legg á stað
1 þessa langferð, og biðja þess, að jeg megi halda
óskertu viti mínu, hvað sem firir kann að koma á
leiðinni.
Allir eru á eitt sáttir um það, að kvæði þau,
sem hjer er um að ræða, hafl geimst á Islandi og
hvergi nema hjer. Þau eru ekki tii í neinum öðr-
um handritum enn íslenskum. Það virðist þannig
liggja næst að halda, að þau sjeu einnig ort hjer á
landi, likt og kappavisurnar dönsku í Danmörku,.
Sjúrðarkvæði í Færeijum o. s. frv., sem enginn efast.
um. Enn samt sem áður, ef óiggjandi vísindaleg
rök verða færð þvi til sönnunar, að kvæðin sjeu ort,
annars staðar, þá verðum vjer Islendingar að láta,
oss það linda og gera oss ánægða með þann sóma
að hafa orðið einir til þess af öllum germönskum
þjóðum að varðveita þessi fornkvæði frá glötun.,
Jeg er viss um, að það er hjartans sannfæring
Finns Jónssonar, að hann hafi komið fram með<
órækar sannanir firir sínu máli, því að annars hefði