Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 48
48
það neina sönnun firir því, að Hávam. sjeu ort i
Noregi, þó að »tvœr geitr« sjeu þar teknar til dæmis
sem einhver sú minsta eign bónda. Það er
auðsjeð, að geitin er hjer valin til að tákna þetta
enn ekki kindin, af því að geitur eru ekki eins
arðsamar og kindur, enda eru geitur lægra metnar
i fjárlagi Grágásar1. Ekki er heldur sildin (Hár-
barðsl. 3. er.) framar norsk enn islensk. Að vísu
veit jeg ekki til, að þess sje getið i íornritum, að
sild hafi verið veidd á Islandi í íornöld, enn það
sannar ekkert. Hvergi í Noregi mun vera betra að
veiða sild eða meiri síldarganga enn hjer í Aust-
fjörðum, enn einmitt úr þeim sveitum höfum vjer
mjög litlar sagnir frá fornöld, og getur vel verið,
að síld hafi verið veidd þar, þó það sje ekki fært í
letur. Að minsta kosti er alveg rangt að álikta af
ísaf. Haf'rafell. Strand. ffeitaberg. Húnav. Geitafell, Geita-
skarð, Geithamrar, Geithóll. Skagaf. Geitagerði, Haíragil.
Þing. Geitafell, Geiteijarströnd, Hafrafellstunga, Hafralónsá,
Hafralækur, Kiðagil. Múlas. Geitagerði, Geitavík, Geitdalur
(Geitdalsá), Geithellar eða Geithellur (Geithellaá, Geithella-
dalur), Hafrafell, Hafranes, Hafursá, KiðafelL. Slcaftafellss.
Geitafjall, Hafursá, Hafursei. Arn. Kiðaberg. Þess her þó
að geta, að sum af þeim nöfnum, sem birja á Hafurs-,
gætu verið leidd af mannsnafninu Hafr, þó ekki sje þess
getið í Landn. Þessi örnefni eru víst ekki nema brot af
þeim örnefnum íslenskum, sem kend eru við geitfje, og þau
sanna, að ^eitfjárrækt hefur verið tíðkuð svo að segja um
alt land. I Bangárv.s. og Arness.s. er að eins talið eitt slíkt
örnefni hjá K&lund og Finsen, og er það eðlilegt sakir lands-
lags, að þar væri lítið um geitfje, og munu þó íinnast fieiri
slík örnefni þar, ef vel er leitað. Meiri furða er, að ekkert
slíkt nafn skuli vera talið í Eijaf.s. og eiginlega heldur ekki
jí Miras.
1) Hávam. 86. er. F. J. Lit. hist. I, 232. bls.