Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 222
222
lítil búdrýgindi. Má og vera, að surastaðar haíi
verið hugsað heldur mikið um búdrýgindin, og þes»
vegna hafi óorð komizt á kálið. En hvað sem þvt
leið, þá íór svo, að garðræktin eyðilagðist hjer hjá
flestum um 1830 og kom ekki upp aptur til muna,
fyr en eptir 1850. Siðan hefir hún allt af aukizt,
og þó mest eptir að Schierbeck landlæknir fór að
hvetja menn til að stunda hana. Þó var það fyrir
1850, sem fyrnefndur Jón Bergsteð byggði stóran
garð í Efra-Ási í Hjaltadal og Gísli Konráðsson átti
í málaþrasinu við hann út af Jóhönnu, sem hljóp
úr vistinni; orti hann þá vísuna, sem höf. til færir,
en í henni er prentvilla, á að vera »mellan slapp
úr lási«. Ekki hefði garðræktin samt þurft að fara
svona hraparlega um koll, þó kálið gengi heldur illa
út, ef áhuginn hefði eigi verið dofnaður, því undir-
vöxturinn var þó af flestum allvel þeginn, eins og
áður er sagt um næpnamjólkina, sem þá var gefin
eintóm á morgnana, er nú mundi kallað ljettmeti;
því að skammta fisk^og brauð með skattinum var
eigi siður í þá daga. Hann komst hjer ekki á fyr
en um 1850, og þó ekki nærri alstaðar; var það
kallaður morgunbiti, og hefir sá siður haldizt síðan.
Sagan um Fagranesprestinn er allt of gömul
fyrir ritgjörðina, en hún sýnir samt varfærni hans,
og hefði verið nógu góð, ef hann hetði ekki haft
kirkjuna fyrir búr, og það á stórhátíð, því líklegt er
að eitthvert annað læst hús hafi verið til á staðnum.
Eins er það allt of gamalt, að fara nú að segja frá
hvað fólk lagði sjer til munns í harðindunum á 18.
öld. Þar að auk er venjulegt um allan heim, að í
hallærum sje flest það jetið, er tönn verður á fest.
Að harðæri hafi verið talsvert hjer í norðurlandi
vorið 1869, er sönn saga; en þó margirlifðu þávið