Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 37
37
norsku máli fornu eða níju heldur að eins í íslensku?
Ætli þau irðu ekki nokkuð mörg? Jeg hef lauslega
og i flíti farið ifir Völuspá eina með þetta firir aug-
um. í þessu kvæði hefur F. J. að eins bent á eitt
orð, afráð, sem hann segir að sje haft í merkingu,
er að eins finnist i norsku enn ekki i íslensku máli,
og hef jeg áður sínt, að þetta er mjög vafasamt.
Jeg skal nú benda á nokkur orð, sem eru til í ís-
lensku, enn jeg hef ekki getað fundið i norskum
kvæðum eða ritum og veit heldur ekki til, að finn-
ist í ninorsku, og einstaka orð, sem að vísu eru til
i norsku, enn eru höfð í Völuspá í þíðingu, sem jeg
ekki hef fundið í norsku heldur að eins í íslensku:
œva, Vsp. 3. er. Orðið kemur firir i sundur-
lausu máli í Gisla s. Surss. á 33. bls.
bjoð, land, Vsp. 4. er., kemur firir hjá Kormaki,
Agli Skallagrimssini og i Merlinusspá Gunnlaugs.
vígslcdr, Vsp. 24. er., kemur firir hjá Sturlu
Þórðarsini (Hák. Hák. 219. k., 2. visa).
aldinn, gamall, Vsp. 28. er., algengt í islenzk-
um kveðskap enn í dag. Þetta orð skilur hvert
mannsbarn á íslandi,
áþeklcr, Vsp. 35. er., algengt í islenzku bæði að
fornu og níju (sjá orðabækurnar).
laukr, Vsp. 4. er.;
þá var grund gróin
grœnum lauki,
Orðið táknar hjer plöntu eða gras alment, enn ekki
sama sem lat. allium eða danska orðið lög, enda
hafa þeir báðir Mtlllenhoff og F. J. skilið það eins
og jeg* 1. Þessi þíðing virðist vera sjerstaklega íslensk
1) Mullenhoff, Deutsolie Altertumsk. V, 75. bls. Lit. hist.
I, 124. bls.