Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 248
248
skyldu halda, því af svo mörgum ágætum visinda-
mönnum, sem norræna fornfræði stunda, bæði af Is-
lendingum og útlendingum, veitjeg einkis þess manns
von, sem svo sje þar alfróður í öllum greinum, að
þann dóm gæti felt, nema ef vera skyldi Konráð
Maurer, því svo sýnist, sem þeim manni komi þar
færra á óvart en öðrum mönnum. Það er heldur
eiginlega ekki svo mikil minkun úngum mönnum,
þó þeir hafi ekki á reiðum höndum dóm yfir þau
verk, sem skarpvitrir menn og þaullærðir, eins og
t. d. Búgge, hafa unnið að og hugsað um heilan
mannsaldur.
Jeg veit það af persónulegri viðkynningu, að
höfundur hinna ritsjánna hefur skýrt þar frá mörg-
um setníngum annara manna, sem hann fjelst ekki
á sjálfur, en jeg veit líka, að hann andmælti þeim
ekki þar, af því hann sá þess aungan kost i stuttri
ritsjá, að færa fram svo ítarleg rök fyrir gagnstæðri
skoðun, að slíkt yrði að nokkru liði.
En hvað sjálfan mig snertir, þá hef jeg numið
svo mikið í Svartaskóla, aðjegveit það af kuunáttu
minni, að lesendunum yrðu mínir dómar oftar til
ógagns en gagns, af þeim rökum öllum sem jeg hef
talið. Jeg hef því verið svo skynsamur að þegja
oftast nær, »og þykist góður«.
Samt hef jeg leyft mjer að skjóta inn athuga-
semdum hjer og hvar um gildi einstakra atriða, og
gert það nokkuð frekar en höfundur hinna fyrri rit-
sjánna. Það er þó ekki af þvi, að jegsje færari í þann
sjó en Dr. Valtýr Guðmundsson, því það mun sann-
ast hjer sem oftar, að menn eru þeim mun ósparari
á dómum sinum, sem þeir vita minna. Jeg hef þó
að eins drepið á það sem jeg mundi eftir að sagt