Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 132
132
sok þá at Iqgbergi á hond goðum þeim öllum l þing-
in forno, þau er þá vóro í þeim [jórðungi, sem hann
er í, er þingin vóro óslitin« (Staðarhólsb. 401.—402.
bls.). Hjer er talað um fjórðungaskipunina sem lög-
leidda, eins og á stað þeim, sem áður var tilfærður
úr^Þingskapaþætti, og lísa þessi orð því þeirri þinga-
skipun, sem var eftir nimæli Þórðar 965. Enn hjer
er enginn munur gerður á norðlensku goðunum og
hinum, og er þó auðsætt, að eins mátti lísa til skóg-
armannsgjalda á hendur þeim eins og öðrum. Af
þessu leiðir, að »/orn þing* á þessum stað íela í sjer
þau fjögur þing, sem vóru í Norðlendingafjórðungi
eins vel eins og þau þrjú þing, sem vóru í hverjum
hinna fjórðunganna, og að mótsetning sú, sem hef-
ur vakað firir þeim, er færði þetta í letur, hlítur að
hafa verið hin níju þing eða goðorð, sem fengu hlut-
deild í fimtardómsnefnunni árið 1004. Ef vjer því
skoðum þennan stað í sambandi við staðinn í Þing-
skapaþætti, þar sem einnig er talað um óslitin þing
(Konungsb. I, 38. bls.) og við staðinn i Lögrjettu-
þætti (Konungsb. I, 211. bls.) og berum alla staðina
saman við þann stað í Þingskapaþætti, þar sem
talað er um dómnefnuna í fimtardóm, þá sjest, að 3
hinir firnefndu staðir lisa þeirri þingaskipun, sem
var á árunum 965—1004, eða rjettara sagt framan
af þessu tímabili, þangað til hin nlju goðorð fóru að
gera vart við sig, sem fengu hlutdeild í fimtardóms-
nefnunni árið 1004. Það er auðvitað, að þessir níju
goðar hafa tekið upp þing sjer, sem stóðu firir ut-
an það þingasamband, sem varð til árið 965. Áður
enn þessi níju þing vóru stofnuð, vóru hin fornu
þing »óslitin«, enn eftir þann tíma slitin, af því að
hin níju þing vóru þá eins og fleigar innan um hin
fornu þing víðsvegar um landið. Þetta kemur á-