Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 100
100
bræður sína, eða svo löngu síðar, að endurminning-
in um þessi hriðjuverk hafi verið farin að firnast.
Ef beita mætti sömu sönnunaraðferð, eins og
F. J. hefur hjer brugðið firir sig, þá væri hægðar-
leikur að »sanna«, að Völuspá væri ort á alþingi
íslendinga árið 1000 eftir Krists burð, og að höfund-
urinn líklega sje enginn annar enn sjálfur Þorgeir
Ljósvetningagoði! Áður hef jeg sint, að kvæðið muni
vera ort á tímamótum, þegar hinn níi siður var að
riðja sjer til rúms, og kemur það vel heim við árið
1000. Nú getur engum blandast hugur um, að 57.
er. (um heimsbrunann) er einhver hin ágætasta og
trúasta lising á eldgosi, sem vel getur þolað saman-
burð við lísing Vergils á hinu sama í Æneasardrápu.
»Sól tér sortna ... hverfa af himni heiðar stjörnur,
geisar eimi við aldrnara, leikr hár hiti við himin sjálf-
an. Höfundurinn hlítur hjer að hafa haft firir aug-
um einhvem viðburð, sem nílega hafði viljað til og
vakið ótta og skelfingu í brjóstum þeirra manna,
sem þá lifðu. Hjer er ekki um að villast. Þetta
getur ekki verið annað enn eldgosið í Þurrárhrauni
árið 1000, sem gerði svo mikinn usla á alþingi það
sumar, þegar menn vóru að ræða uro siðaskiptin,
og Kristni s. segir frá. Heiðnir menn skoðuðu þenn-
an náttúruviðburð sem vott um reiði goðanna, og
hafa vafalaust haldið, að ragna rök væru komin.
Einmitt á þessu augnabragði er líklegt, að Völuspá
hafi til orðið. Enn nú eru áður taldar líkur til, að
kvæðið sje ort af manni, sem var blendinn í trúnni,
og vissi, að kristnin mundi sigra, og er enginn lík-
legri til firir margra hluta sakir enn Þórgeirr. Hann
einn vissi firir víst, hvern úrskurð hann mundi á
leggja og að kristninni var sigurinn vís. Kristni
saga segir og, að hann hafi rjett eftir eldgosið lagst