Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 24
24
mjög óljós og einkum sjest það ekki greinilega,
hver tildrög vóru til þess, að hin niju goðorð vóru
tekin upp. Það litur svo út, sem höfundur sögunnar
hafi hugsað sjer, að það hafi verið nauðsinlegt að
taka upp ni goðorð vegna dómnefnunnar. í fimtar-
dóminum áttu að vera fernar tilftir dómenda, eftir
því sem sagan segir, og kemur það heim við Grágás.
Af þessari tölu hugsar höfundurinn sjer að hinir
fornu goðar hafi nefnt þrennar tilftir, eins og líka
sjest á Grágás, enn hver átti þá að nefna fjórðu
tilftina? Sagnaritarinn heldur, að það hafi verið nauð-
sinlegt að stofna ni goðorð, liklega 12 að tölu, til
að nefna þessa dómendatilft1. Enn þetta var als
ekki nauðsinlegt. Hvað var á móti því, að 39 goð-
ar gætu eins vel nefnt 48 menn í dóm eins og 36?
Það stóð einmitt mjög vel á því, að ein tilft væri
nefnd firir hvern fjórðung, og áttu þá norðlensku
goðarnir, sem vóru 12, að nefna eina tilftina, sinn
manninn hver, enn goðarnir úr hverjum hinna fjórð-
unganna, er vóru 9, að nefna sfna tilftina hverjir,
þannig að hver af þeira 9 nefndi einn mann og allir
9 í sameiningu 3 að auki. Alveg eins var aðferðin
við lögrjettuskipunina. Þar áttu allir goðar landsins
sæti á miðbekk, 12 úr Norðlendingafjórðungi, enn 9
úr hverjum hinna. Enn til að jafna lögrjettumanna-
töluna var svo á kveðið, að goðarnir í þeim fjórð-
uugum, þar sem goðatalan var 9, skildu taka með
sjer einn mann úr þingi hverju hinu forna, eða 3
firir hvern fjórðung, og áttu þessir menn sæti á
miðbekk og jafnt atkvæði við goðana. Það er auð-
1) Sbr. V. Finsen, Om den oprindelige ordning af nogle
af den isl. fristats institutioner 27. bls.