Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 73
73
árurxi eftir það, að þetta stjórnarfirirkomulag lagðist
niður og Haraldr hófst til rikis, eða á síðara hlut
10. aldar, þvi að auðsjeð er, að höf. hugsar sjer, að
kvæðið fari fram i forneskju, og að það ástand,
sein hann er að lisa, sje firir löngu undir lok
liðið.
Það er þvi ljóst, að Konr ungr á ekkert skilt
við Harald hárfagra. Það gegnir furðu, að nokkrum
skuli geta dottið í hug, að skáld, sem irkir skömmu
eftir dauða Haralds, hafi gert hann að öðrum manni
frá Heimdalli og jarlssini. Ætt Haralds var þó víst
svo kunn bæði í Noregi og á Islandi, að fiestir vissu,
að faðir hans var ekki Rigr jarl heldur Hálfdan
Tconungur hinn svarti og afi hans ekki einn af Asum,
Heimdallr eða Rígr, heldur Goðroðr veiðikonungur.
£ngu skáldi, sem vildi mæra Harald, hefði dottið i
hug að niðra ætt hans með þvi að telja hann jarl-
borinn, og því síður að telja honum það til giidis,
að hann væri sonarsonur Heimdalls, því að slíkt
hefði verið »háð enn ekki lof«, eins og Snorri kemst
að orði í formála Heimskringlu. Haraldr var 27.
maður frá Frey bæði að tali Ara fróða og Þjóðólfs
hins hvinverska i Yngliugatali1. Þetta síuir, hversu
menn á dögum Haralds (Þjóðólfr) hugsuðu sjer langt
fram til goða og kemur vel heim við liðafjöldann
frá goðunum í ættum Háleigja og Skjöldunga2.
Ef nokkuð er, þá er stefnan í Rígsþulu heldur
að niðra Haraldi hárfagra og ættmönnum hans enn
að lofa þá. Eins og jeg áður hef tekið fram, geng-
1) Sjá niðurlag og upphaf íslendingabókar Ara og Munch
Det norske folks hist. I, 1, 325. bls. (sbr. Lit. hist. I. 440. —
441. bls.).
2) Sbr. Munch s. st.