Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 16
16
og vitringar af hinum gömlu ættum filgdu nilendu-
mönnum, þegar þeir fóru að heiman. Verndargoð
móðurborgarinnar vóru beðin að taka þátt i hinu
níja landnámi«. »Nílendurnar fundu hjá sjer þörf á
að halda órjúfandi trigð við lífsvenjur og guðsdírk-
un móðurborgarinnar. Þeim fanst, sem þær væri
ósjálfstæðar og ófullveðja gagnvart móðurborginni,
og leituðu ráða og hjálpar hjá henni, er þœr vildu
koma föstu skipulagi á hjá sjer«Engum hefur svo
jeg viti dottið í hug að ráða af þessu, að ekkert
andlegt líf hafi verið til í neinni grískri nílendu!
Og þó er mart í þessari lísingu svipað landnáms-
sögu Islands. Er ekki einmitt sagan um það, hvern-
ig Ulfljótslög urðu til, ljós vottur þess, að landnáms-
mennirnir islensku fluttu hingað með sjer norskar
lífsvenjur, norsk líig?1 2. Höfðu þeir ekki með sjer
öndvegissúlurnar úr sínum gamla bústað, moldina
undan blótstallanum í hofi því, sem þeir skildu við,
norsk goð, norskar kappasögur, og í einu orði sagt:
norskan átrúnað? Enn ef svo er, ætli það sje þá
1) Curtius, Griechische geschichte. Berl. 1868. I, 116., 424.
og 429. bls.
2) Et' það er rjett, sem F. J. heldur (eftir V. Finsen), að
TJlfljótr hafi þegar í upphafi greint dómsvaldið frá löggjafar-
valdinu, og að lögrjettan hafi afkastað miklu löggjafarstarfi
á 10. öldinni, þá er þó svo að sjá, sem hvorki Ulfljótr nje
Islendingar ettir hans dag haíi þrælbundið sig við norsk lög.
Enn hvorugt virðist hafa við næg rök að stiðjast. Hitt er
miklu líklegra, að lögrjettan hafi verið greind frá dómunum
um leið og fjórðungsdómar vóru settir, eins og Maurer hefur
sínt (Island 65.—56. bls.). Enn fremur var söguöldin of mikil
ófriðaröld til þess, að löggjafarstarfið gæti verulega blómgast.
Inter arma silent leges. Sbr. rit mitt, Runerne i den oldisl.
literatur 16. bls.