Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 243
243
þrlbrotnir þófar lausir, sem kallaðir voru söðulþóf-
ar, því það mátti aldrei nota þá til annars. En er
kom fram yfir 1830, fóru dýnurnar að sjást og smá-
lögðust þá þófarnir niður. Þegar búið var að leggja
söðulinn á hestinn, var yfir hann lagt glitáklæði 2
álna breitt og 23/i al. langt; náði það niður að tóta-
skör að framan, en næstum jafnt kvið hestsins að
aptan; ofan á það var látin söðulsessan, er var ým-
islega útsaumuð. Þá var ekki siður að skygnast
eptir bakþúfu, því meðreiðarmaðurinn var skyldur
til að láta kvennmanninn upp í söðulinn, og laga
síðan föt hennar sem bezt utan um mjóaleggina,
leggja þar utan yfir áklæðishornin á misvíxl og
næla þau svo saman með stórum silfurprjón, eða
þá látúnsprjón. Söðulreiðinn var úr íslenzku, vel
eltu leðri, alsettur kopardoppum, eða ferhyrndum lát-
únsplötum ýmislega gröfnum, með stóra koparkúlu
eða skjöld í miðju; sá jeg í ungdæmi mínu svo stóra
reiðakúlu, að á yztu rönd hennar var grafin með
feitu settletri þessi vísa:
íSóma haíin seljan tvinna, sæmdir hljóti,
rjett umvaíin rausn hin svinna, reiðans njóti«.
Ut frá kúlunni lágu stórir hjartamyndaðir spaðar
með rósum, er náðu opt út í gegn á hestlendinni.
Kvennbeizlin voru með koparstöngum litlum og
lítt beygðum. Höfuðleðrið var úr íslenzku leðri,
heldur mjótt, því það þurfti að dragast gegnum
eyrnahringana, sem voru ferhyrndir með kringdum
hornum og ýmsu fiúri. Gegnum þessa hringa gengu
ásar í kross, sem mynduðu 4 hólf; var höfuðleðrið
sjálft dregið í gegnum tvö, en ennisólin með áfastri
kverkólinni gegnum hin. Svo var ennislaufið hjer
um bil 3 þuml. langt með útflúri eða grindaverki,
nokkuð niðurmjótt, dregið upp á ennisólina, áður en
16*