Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 167
167
liði vel í gröíinni. Það varð að færa henni fórnir
i raat og drykk. Af þessari trú mynduðust offur-
máltíðirnar. Það var skylda barna og erfingja, að
annast greptrun og dánarfórnir, og annað, er þar
með fylgdi. Ef þessarar skyldu var eigi gætt, varð
sálin að apturgöngu eða illvætti, er hefndi sín
grimmilega á börnum og erfingjum fyrir ræktarleysi
þeirra. Þessi trú og þessir greptrunarsiðirkoma fyrir
hjá Indverjum, Grikkjum, Rómverjum, Slövum o. fl.
þjóðum* 1 2. Margt bendir til þess, að erfisdrykkjur
germönsku þjóðanna sje af sama toga spunnar.
Erfisdrykkjurnar voru ræktarskylda, er erfingiarnir
voru skyldir að leysa af hendi, og það sýnist svo
sem sonur hafi eigi þótt rjett kominn til arfs eptir
föður sinn fyr en hann hefði drukkið erfi hans, og
erfisdrylckjurnar tákni það, að drekka til að erfa.
Svo segir i Jómsvíkingasögu, þá er Sveinn tjúgu-
skegg tók við ríki eptir föður sinn: »Ok eptir þat
er Sveinn er konungr orðinn, þótti þá honum þat
skylt, sem öllum öðrum konungum, að erfa föður
sinn fyrir enar þriðju veturnætr«. Og síðar segir
svo: »Ok nú var svá komit, at Sveinn mátti eigi
þykkja gildr konungr, ef hann skyldi eigi erfa föð-
ur sinn fyrir enar þriðju vetrnætr, og vill konungr
nú at vísu eigi láta undan bera2«.
Það eru miklar líkur til, að erfisdrykkjurnar
hafi auk annnars haft táknlega eða »symbólska« þýð-
kraka og kappa hans, um Helga Hundingsbana og Sigrúnu
(Helgaky. Hund. II), og hinarmörgu sagnir um það, er menn
gengu í hauga, og glimdu við haugbúana.
1) J. C. Krogh: Om den ældste indoeuropæiske Sam-
fundsudvikling, í Norsk Hist. Tidskr. 4. B.
2) Fornm. sögur XI, 67 og 69.