Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 236
236
en jeg kalla hann aumingja, því bæði er það finna,.
og svo finnst mjer enginn vera annar eins aumingi
og hann, þessi bölvaður aumingi, sem er útrekinn
frá allri guðs náð og miskunnsemú. Þetta hafðihann
sagt opt, svo þessa rökfærslu hans kunnu margir,
og kunna víst enn.
Að telja kross þann til hjátrúar, er fólk gjörði
fyrrum í leignasmjör og sölusmjör, getur eigi verið
rjett, þar eð hann átti að sýna, eptir því sem höfL
segir sjálfur, að smjörið væri eigi tilberasmjör.
Hann var þess vegna vitni móti hjátrúnni; því ef
allt það smjör, sem þannig gekk manna á milli,
þoldi krossinn, þá gat enginn tilberi verið til á land-
inu. Jeg man, að jeg spurði einu sinni, þegar jeg var
barn, til hvers þessi kross væri gjörður í smjörið,
og fjekk það svar, að þetta væri gamall þjóðsiður,
sem allir brúkuðu, og það hefur líka sjálfsagt verið;:
en litla þýðing hjelt jeg menn legðu í þann sið, og
líkt var með tjörukrossana, sem sumir ljetu á fjár-
húsahurðir.
Hjátrúin er sjálfsagt minni nú en hún var f
byrjun ahkirinnar, en að hún hafi minnkað til muna
siðan 1850, er jeg alveg óviss um; en hitt er víst, að
hin vaxandi menntun iiefur engan veginn getað út-
rýmt henni til fulls. Hefði hún gjört það, þá væru
ekki menutaðir menn svo veikir af myrkfælni, að-
þeir þyrðu eigi að sofa einir i herbergi náttlangt,
sem ekki mun þó dæmalaust enn þá. Skammt er
líka síðan að getið var um hjátrúarfulla sveitakenn-
ara í Þjóðólfi. Það heíði líka mátt ætla, að vantrú
þessara tíma gæti nokkuð hjálpað til að útrýma
hjátrú og hiudurvitnum, en hún hefur ekki gjört.
það heldur, enda hefur hún núna á seinni árum.
snúið sjer í aðra átt, sem síður skyldi.