Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 207
207
aðar brjóstadúkur, var kragalaus, með bryddum börm-
um og hálsmáli. Bryddingin var venjulega mislit,
annaðhvort rauð eða græn, og hneppslurnar voru
það líka. Sumir voru í bláum silfurhnepptum prjóna-
peysum, í staðinn fyrir mussu, er fullkomlega sátu
með manni eins og þær. Hversdaglega á vetrum
höfðu menn skinnpeysur, einkum þeir, er stóðu úti
yfir fje. Var hjer til í Skagaf. fyrir aldamótin skinn-
peysumeistari mikill, Guðmundur bóndi á Geirmund-
arstöðum í Sæmundarhlíð, hafði hann lagt skinnin i
saltað álúusvatn, er hann kallaði lögseltu. En síra
Jón heitinn Ingvaldsson hefði líklega nefnt hann
seltulög. Þessar peysur höíðu aldrei orðið harðar,
þó þær stundum blotnuðu í illviðrum. En af því
bolfötin voru kragalaus, höfðu menn vanalega 2
klúta um hálsinn, hvorn utan yfir öðrum, en sfðar
var farið að hafa innri klútinn hvítt traf, er var
látið standa litið eitt upp undan dökkleita klútn-
um, og hjelzt sá siður fram undir 1840, að flibbarn-
ir komu til sögunnar. Stuttbuxurnar, er tilheyrðu
þessum búningi, voru víðar, en eigi þröngar, eins og
höf. segir; þær náðu rjett upp fyrir mjaðmir, og dá-
lítið niður fyrir hnje, með hneppri klauf utanfótar.
Undir haldið, sem þurfti að vera þröngt, voru þær
felldar. Sokkarnir náðu þá upp á mið lær eða
meira; voru þeir ýmist hvítir, mórauðir eða blá-
kembdir, opt með þremur dökkum röndum dálítið
fyrir neðan fitina. Þeim fylgdu skrautleg sokkabönd,
sem kvennfólk var leikið i að vefa á fæti sínum
fram undir 1830, því þá lögðust þessir háu sokkar
hjer niður; voru þessi sokkabönd einatt frunsuofln,
sem kallað var; sum með mislitum tiglum, og köll-
uð tiglabönd, sum með krossum, og kölluð krossa-
bönd; þótti mest varið í tiglaböndin. Utan yfir var