Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 169
169
kunni að gera sjer mannamun. Hann bauð til sín
konungum og ríkum mönnum með fríðu föruneyti,
setti þá í tignarsæti, og ljet þá halda tign sinni og
metorðum1. Þetta má víða sjá, svo sem í Hákonar-
málum. Þar segir svo:
Göndul þat mælti:
— studdisk geirskapti —
silfur var lagt í haug með mönnum. Sígurður hringur Ijefc
heygja vagn og hest meh Haraldi konungi hilditönn, »ok bað
hann gera hvárt er hann vildi, ríða til Yalkallar eða aka«
(shr. Fornaldar s. I; Söguhrot af fornkonungum 9. kap.). Hug-
myndin um helskó er einnig at sama toga spunnin. Þá er
þeir Gisli Súrsson og Þorgrímur heygðu Yéstein sagði Þor-
grímur: »Þat er tíðska at binda mönnum helskó, þá er þeir
skulu ganga á til Valhallar, ok mun ek þat gera við Véstein*
(shr. Tvær sögur af Gísla Súrssyni. Kh. 1849, bls. 24). Svo
segir í »prologus« Heimskringlu, að »Danr hinn mikilláti
Dana konungur lét sér haug gera, ok bauð sik þangat bera
dauðan með konungs skrúði ok herbúnaði, ok hest hans
með söðulreiði ok mikit fé annat, en hans ættmenn gerðu
margir svá síðan*. Það hefur verið trú manna, að ef kon-
ungur væri heygður með konungs skrúði, og öðru, er ríkum
manni og tignum heyrði, þá mætti hann njóta konungstign-
ar og ríkdóms síns eptir dauðann. Þá er getið er um brennu
Óðins í Yngl. s. 10. kap., segir svo: »Þat var trú þeira, at
þvi hærra sem reykinn lagði í lopt upp, at því háleitari væri
sá i himninum, er hrennuna átti, ok því auðgari, er meira
fé brann meðhonum«. Sú trú, aðsáværi því háleitari í himn-
inum, er brennuna ætti, því hærra sem reikinn legði i iopt
upp, er eitt með öðru, er sýnir það, að trú Norðurlandabúa
var lík trú annara skyldra þjóða, að því er útfararsiðina snertir.
Þeir hafa trúað því, tvo sem flestar eða allar aðrar Indoevropu-
þjóðir, að útfararsiðirnir hetðu mikil áhrif á kjör manna
eptir dauðann.
1) Lík hugmynd kemur fyrir i Duggalsleiðslu um Kor-
mak konung. Hann hjelt konungstign sinni eptir dauðann.
Margir menn þjónuðu honum, »því at hann var þeirra herra
meðan hann lifði* (Heiiagra manna sögur I, 653).