Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 22
22
máttarstólpura undan veldi höfðingjanna. Og þessi
hætta var því voðalegri, sera öllum bændura var
það i sjálfs vald sett að lögum, að segja sig úr þingi
eins goða og i þing með öðruin. Meðan heiðnin
stóð í blóma og blótin söfnuðu allri alþíðu manna
saman í kringum hofin, var ekki hætt við, að menn
beittu mjög þessum rjetti sínum, því að hver sótti,
eins og eðlilegt var, til þess hofs, sem honum var
næst og skemst var til að sækja, og var þvi bund-
inn við þann goða, sem því hofi stirði, enn gat ekki
sakir vegalengdarinnar hallað sjer ad fjarlægum
hofum og goðum. Enn jafnskjótt sem það trúar-
band var í sundur slitið, sem batt menn við hofin,
þá vóru menn frjálsir að því að segja sig í þing
með hverjum þeim goða, sem þeir vildu og treystu
að mwndi geta veitt sjer þá iagavernd, er þeir þurftu.
Nú er það auðsætt, að þeim mönnum, sem kristni
tóku, gat ekki verið það geðfelt að veita heiðnum
goða filgi sitt, og þó einkum, að þeim var með öllu
óbærilegt að halda uppi hofunum með því að gjalda
hoftoll til goðans. í Vápnfirðingasögu segir, að Þor-
leifr hinn kristni hafi ekki viljað gjalda hoftoll1, og
lík dæmi hafa víst verið altíð á 10. öldinni ofan-
verðri, þegar kristnum mönnum fjölgaði, þó að þess
sje ekki getið. Hins vegar er auðvitað, að goðinn
tók því ekki með þökkum, ef einhver þingmanna
hans brást undan skildu sinni við hann, og hlaut
þannig að leiða af þessu fjandskap og vantraust á
báða bóga. Þingmanninum var þá nauðugur einn
kostur að leita sjer verndar annars goða gegn þeim,
sem hann hafði áður filgt, og var það eðlilegt, að
kristinn maður leitaði helst til einhvers af þeim goð-
1) Vápnf. s. 10. bls.