Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 200
200
þegar hann var ungur, og þessu líkt er fleira í rit-
gjörðinni, sem eigi getur álitizt foreldrum okkar
eldra fólksins til mikils heiðurs. Hefði höf. farið
meðalveginn, og lýst meðalbónda, meðalbæ, meðal-
þrifnaði o. s. frv., var síður út á að setja, því þar í
var nokkur sanngirni. En þar að auk var lýtalaust,
þó hann hefði hlaupið yfir það allra-ljótasta, sem
hann kann að hafa heyrt um getið, því þetta er þó
lýsing á háttum hans eigin þjóðar, sjer i lagi Skag-
firðinga, sem fleiri fá að lesa en vjer Islendingar.
Ritgjörð þessari er skipt í 11 kafla, auk inn-
gangs og eptirmála; þar aí er sá fyrsti um
1. Húsakynnin.
Þeim lýsir höf. svo, að bæjarhúsin hafi verið 4,
að meðtöldum ranghala milli búr- og eldhússtafna,
er fremst myndaði bæjardyrnar, og sumstaðar úti-
skemma og smiðja. Þetta er, eins og áður er á vikið,
lýsing á aumustu kotbæjum, en kemur ekki nærri
meðallagi. Það vill svo vel til, að jeg hef í höndum
úttektabók á 46 jörðum Reynistaðarklausturs frá
1826, þvf þá urðu umboðsmannaskipti. Er þar lýst
húsunum og húsafjöldanum eins og venjulegt er, og
eru þá 15 jarðirnar eða tæpur þriðjungurinn með
þessum 4 húsum, en 29 með 5, 6 og 7, og 2 með 8
og 9, auk útiskemmu og smiðju, sem allir þurftu þá
að eiga til þess að geta dengt ljáinn sinn. En hjer
við er það athugandi, að þó jarðarhúsin sjeu ekki
talin nema 4 eða 5, þá voru þau opt fleiri, en þau
áttu ábúendurnir, og ljetu þeir þau optast upp í
álagið, þegar þeir fóru frá jörðunum; voru þau
kölluð ýmsum nöfnum: álagshús, geymslukofar,
mjólkurhús, eldiviðarkofar og fleira, sem þannig
fylgdu jörðunum mann fram af manni, eins og sjálf