Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 31
31
miud, sem ekki að mínu áliti sje eða hafi einhvern-
tíma verið íslensk. Þetta, að kvæðin eru svona
rammíslensk í hinum itra búningi sínum, eins ís-
lensk og dönsku kappavísurnar eru danskar og
Sjúrðarkvæði færeiskt, það virðist mjer vera ein-
hver hin sterkasta sönnun firir því, að kvæðin 1
þeirri mind, sem þau nú hafa, sjeu íslensk. Hinu
vil jeg ekki þar með neita, að einhver af kvæðun-
um kunni að vera ort upp eftir norskum, sænskuna
eða dönskum kvæðum. Þeir sem halda því fram^
verða að sanna það, að því er hvert einstakt kvæði
snertir. Það getur heldur ekki verið alvara F.s,
J.ar, að málið á Eddukvæðunum hafi enga þíðingu
firir spurninguna um, hvar þau sjeu ort. Að minsta
kosti reinir hanu sjálfur oft til að leiða áiiktanir af'
málinu, enn þær áliktanir stefna allar eða flestar í
eina átt, — að kvæðin sjeu ort í Noregi enn ekki á,
Islandi. Hann reinir að sanna, að í kvæðunum
komi firir orð, sem annaðhvort sjeu beinlínis norsk
og komi aldrei firir í íslensku, eða sjeu höfð í þíð-
ingu, sem að eins þekkist i norsku enn ekki í ís-
lensku, og af því dregur hann þær áliktanir, að,
þau kvæði, sem slík orð koma firir í, sjeu norsk
enn ekki íslensk. Svo heldur hann t. d., að Hár-
barðsljóð sjeu norsk, af því að í þeim komi firir
skipsheitið eikja, sem annars ekki sje til í íslensk-
um ritum, þar sje orðið stund haft um vegalengd
{stund er til stokksins Hárbarðsl. 56. er.), og í 42.
erindi standi orðið jafnendr (= gerðarinenn), sem
ekki komi firir í ísienskum ritum, og sje að öllum
lfkindum vottur um norskt rjettarfar.1 Um eikju er-
1) Lit. hist. I, 62. bls.