Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 145
145
talað er svo óvirðulega ura þessar þjónustu meyjar
Oðins, og jafnvel Oðin sjálfan.
Eigi talar Heiðrekur konungur virðulega til
Gestumblinda, er hann hefur borið upp hina síðustu
gátu, hvað Oðinn hafi mælt í eyra Baldri áður hann
var á bál borinn; þekkir Heiðrekur þá, að gestur-
inn er Oðinn sjálfur, og svarar gátu hans svo:
Undr ok argskap
ok alla bleyði
væntik verit hafa;
enn orð þau er mæltir
einn þú veizt,
ill vættr ok örm.1
Freyja stóð fyrir blótum og var seiðJcona, enda er
Loki látinn velja henni það til brigzlis:
pernes Hedenskab og Trolddomskunstc, hafa fjölkunnugir
Finnar (o: Lappar) einskonar trumbu, og slá þeir hana, er
þeir fara hamíörum til íjarlægra staða til þess að verða vísir
ýmsra hluta, eða framkvæma einhver undraverk. Fritzner
ætlar, að þessi meðferð sje leifar af trú Norðmanna um seið-
inn, og *seiðlceti« þau, er talað er um, þá er völur frömdn seið.
Hann ætlar og að orðið vœtt eða vett þýði eitthvert töfra-
áhald, er samsvari töfratrumbunni, og átt sje viö eitthvert
slíkt töfrahljóðtæri þar sem Loki segir við Óðin : »Draptu á
vœtt (eða vett) sem völuri; vett eða vitt sje töfrahljóðfæri, er
völur og fjölkyngiskonur haíi slegið við seiðinn, en sá töfra-
sláttur hafði þann mátt, að þeir andar, er nefndir eru gandar,
nrðu að lúta vilja þess er seiðinn framdi, og fara í hans
þjónustu til fjarlægra staða í ýmsum myndum. (Gandurinn
sýnist í flestum sögnum vera andi þess er seiðinn fremur).
Að þessari töfra-athöfn lúta orðin: »vitti hon ganda«, og
tviða hefi ek göndum rent«. I Eiðs. kristinr. I, 24. kap. er
bannað að hafa »vitU í húsum, því að það sje töfur eða
töfradómur. Sömu merkingar mun og vitt vera í *vitta
vœttn í vísu Þjóðólfs um dráp Yanlanda konungs.
1) Herv. s. og Heiðreks 11. kap.
10