Eimreiðin - 01.05.1907, Side 9
89
fyrir og vill hafa frið við heygarðshornið sitt. En höggin eru
endurtekin og þá stendur hann upp og gengur til dyranna.
Par sér hann mann ókunnugan og fátæklegan til fara og
yrðir komumaður á prestinn. spyr hann að, hvort hann sé eigi
sá, sem hann var, og játar hann því. Gesturinn spyr prestinn,
hvort hann geti veitt sér vinnu, sem gæfi sér eitthvað í aðra hönd.
Nei, því getur hann ekki orkað. Pá biður komumaður hann að
vísa sér á einhvern, sem kynni að geta veitt sér ásjá að þessu
leyti. Eað segist presturinn heldur ekki geta. Hann er nærri því
stuttur í spuna og finnur komumaður á framkomu hans, að hann
þykist eigi vera sá maður, sem þurfi að greiða fyrir daglauna-
mönnum til atvinnu.
Maðurinn segir prestinum, að hann sé atvinnulaus daglauna-
maður; kvongaður var hann og átti barn — en allslaus að öðru
leyti. Árgalli var í landinu og atvinnubrestur, sundin lokuð sumra
verkmannanna. En hvað kemur það mál við prestinn, sem er að
semja ræðuna sína! Eegar gesturinn kemst að fullri raun um, að
hann er að leita að ull í geitarhúsi, fer hann leiðar sinnar og skilur
þar með þeim að sinni.
Næst þegar presturinn messar í kirkju sinni, er hann orðsnjall
að vanda, svo að hann vekur aðdáun messufólksins. En þegar
ræðan er búin, kemur fyrir óvæntur atburður: Ókunnur maður
stendur upp í kirkjunni og tekur til máls. Hann er fátæklega
klæddur og fölur í andliti, magur og kinnfiskasoginn. En honum
skeikaði ekki í ræðu sinni og var efni hennar á þessa leið:
Eér, prestar, haldið ræður um Jesúm Krist og segið mönn-
unum, að þeir eigi að feta í spor hans. En hvað er ykkur sjálfum
í huga? — Hann lifði samkvæmt kenningu sinni, gekk um kring,
gerði gott og græddi alla. En þér haldið einungis snotrar ræður
— talið til mannanna, en komið ekki til þeirra, sem þurfa hjálpar
eða huggunar, og haldið þér, að þér gangið á vegi Jesú Krists og
fetið í spor hans á þennan hátt? — Eg skil ykkur ekki! Eg hefi
gengið um og leitað mér að atvinnu, en enga fundið og engan
mann fundið, sem vilji liðsinna mér. Ég er daglaunamaður, en
kemst hvergi að, Og á meðan neyðin sverfur að mér, prédikið
þér um frelsarann og sporin hans, sem mennirnir eigi að feta —
og sjálfir stígið þér ekki í þau, né gangið þá götu, sem hann
lagði.
Maðurinn var sýnilega örmagna. Hann skalf á beinunum og