Eimreiðin - 01.05.1907, Page 19
99
komu langbuxur, háar mjög; en smámsaman urðu þær líkari því, sem
nú tíðkast. Sama snið var á sparibuxum og hversdagsbuxum, enda urðu
sparibuxurnar vanalega að hversdagsbuxum, er þær fyrntust. Að ofan
voru menn hvern dag í »úlpum«: þær höfðu sniðlausan bol og stand-
kraga, náðu niður á mjaðmir og voru oftast kræktar að framan með
krókapörum. Til sparibúnings höfðu menn fyrst að ofanverðu stutt-
treyjur, er varla náðu niður á miðjan búk. En þær lögðust brátt niður
og voru þá teknar upp »mussur«, mjaðmasíðar. Voru þær eigi ólíkar því
sem »jakkar« eru nú, og mun mega kalla þá framhald af mussunum.
Fyrst höfðu menn alment »pípuhatta« á höfði frá bæ. En er þeir upp-
lituðust, voru þeir lækkaðir og svo hafðir hverndag. Bráðum komu þó
kollóttir hattar, oft gráleitir, og höfuðföt urðu fjölbreyttari með tímanum.
Ferðaregnföt voru fyrst síðhempur: víðir vaðmálsbolir, skósíðir, klofnir
að aftan neðan til, hneptir framan, en þó oft með koparpari efst; ermar
víðar. Hlífðu þær vel, en þóttu brátt ófagrar og lögðust niður. Tókust
þá upp svo nefndar »kafeyjur«. Þær voru líka með ermum, en ekki
eins víðar og höfðu belti spent um mittið.. Fylgdi þeim kragi, sem náði
niður fyrir beltið og var aftast áfastur þeim um hálsmálið. Þær þóttu
tilkomumiklar útlits. Þó hafa þær nú horfið fyrir útlendum regnfötum.
Um kvenna búning skal þess getið, að fyrrum höfðu þær ekki »líf-
stykki« né »bol«, sem nú tíðkast, heldur upphlut, sem festur var ofan
við pilsið (var upphlutur þess), hafði föst hlýru, sem lágu yfir axlirnar,
svo ekki þurfti að herða um sig, Að framan var hann reimaður saman
með stímaðri reim, er dregin var í lykkjur á börmunum. Þær lykkjur
voru kallaðar »millur« og voru oftast úr kopar, stundum þó úr tini, en
úr silfri á spari-upphlutum hinna efnaðri. Reimin var fest við efstu mill-
una eða neðstu, en hafði á fremri endanum millunál, til að draga reimina
gegnum augun á millunum, og var hún jafnan úr sama efni og þær.
Borðar voru á börmunum, fyrir aftan millurnar, sinn á hvorum, og á
bakinu voru 3 borðar: voru tveir beygðir út að hlýrunum, en miðborð-
inn var beinn. Þeir voru oftast kniplaðir. Þó voru gullvírs-borðar á
sumum spari-upphlutum. Að öðru leyti var ytri búningur kvenna líkur
því sem hann er enn. — Sokkabönd voru þá ofin á fæti sér, oft fallega
röndótt. Þau voru breið og svo löng, að þeim var 3- eða 4-vafið um
fótinn og endanum svo brugðið undir. Var vafið því breitt og þurfti ekki
að vera allfast til að halda sokkunum uppi, Nú eru þau orðin fágæt.
Hefir kvenfólk tíðast teygjubönd, er í búðum fást; eru þau góð meðan
»teygjan« helzt í þeim, en það er sjaldan lengi. Sumar hnýta »strimlum«
um fæturna.
Sparibúningur kvenna var, þá er ég man fyrst, alment orðinn peysu-
búningur, hér um bil eins og hann er enn: pils, peysa, svunta og húfa
með skúf og silfurhólk. Þó var peysan þá oftast prjónuð og þéttar fell-
ingar neðan á henni að aftan. Bæði bandið og prjónið á peysunni og
húfunni var vandað sem bezt. Svo átti og flest kvenfólk hátíðabúning,
og var hann nokkuð mismunandi. Fvrst er ég man, sá ég fáeinar
gamlar konur í hempum, sem áður höfðu verið almennar. Þær voru
skósíðar, aðsniðnar ofantil og breiðir flosborðar á börmunum niður í gegn.
Þeim fylgdu lausakragar um hálsinn, að lögun eigi ólíkir pípukrögum presta,
en miklu minni. Efni þeirra var oft eigi annað ee hattbarð, fóðrað með
r