Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 26

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 26
io 6 krók og kima; sleikti alt með lafandi tungunni, en froðan gráhvít féll af vitum hans, og hékk í hlussum í hverju horni. Að því loknu fór hann út, og þóttist vel hafa húsvitjað. Var hreykinn yfir því, að alt smátt og stórt yrði að lúta honum, og konungi hans; bærinn Hamar, eins og annað. Svo rendi hann sér hægt meðfram baðstofustafninum; rankaði þá við, að hann hefði ekki komið í sjálfa höfuðbygginguna. Var leiður á að snúa aftur, en fanst þó illgerandi að koma ekki við þar, eins og annarstaðar. I einu vetfangi sveiflaði hann sér upp á vegginn, og lagði nábleiku andlitinu fast að glugganum. Par var ekkert að sjá. Svo færðist hann í ásmegin, og með heljartaki kipti hann hálífúnu gluggakist- unni burtu, og þeytti henni langt suður fyrir tún. Síðan þrengdi hann sér svo langt sem hann komst inn úr glugganum, en helkalda stroku, lagði af vitum hans; sópaði innan baðstofuna; smeygði sér niður undir sængurfötin, og lagðist að brjóstum *kon- unnar, svo hún vaknaði. »Guð minn góður! hvað er um að vera?« Guðlaug reis upp í rúminu skjálfandi af kulda. »það er þó aldrei, að glugginn sé fokinn úr?« Grímur stökk fram úr rúminu, en fannkomuna lagði á móti honum, svo honum lá við andköfum. »Jú, sem ég er lifandi! — Glugginn er farinn; það er kominn öskrandi norðanbylur!« »Guð almáttugur hjálpi mér — og börnin!« Guðlaug var í einu vetfangi komin fram úr rúminu; greip yfirsængina og lagði hana ofan á tvö börn, sem höfðu vaknað, og byrjað að gráta. — »Svona, reynið nú að sofna, elskurnar mínar,« sagði Guðlaug og hagræddi litlu aumingjunum. »Hverju á ég að troða upp í gluggann?« »Taktu koddann úr rúminu okkar, og eitthvað af fötunum — en flýttu þér í guðsbænum, svo gustinn leggi ekki svo nákaldan að börnunum!« »Mamma, mamma! mér er að versna — æ ég þoli ekkivið! — Mamma! þú mátt ekki fara?« »Nei, ég er hjá ykkur, elskurnar mínar. Reynið bara að sofna. Hjúfrið ykkur niður undir sængina og lesið bænirnar ykkar. í*á kemur guð og hjálpar ykkur.« »Ætlarðu að vera hjá okkur — altaf?« »Já.«

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.