Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 27

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 27
107 »Mamma! er það áreiðanlegt að guð komi, ef við biðjum hann þess?« »Já hann kemur og léttir þrautir allra veikra barna, sem biðja hann þess.« »En því kemur hann ekki enn þá? Eg hefi. svo oft beðið hann að hjálpa mér og Siggu litlu, en hann gerir það ekki, og mér versnar altaf.« »Talaðu ekki svona, þá vill guð ekki koma.« »En hefir hann svo mikið að gera, að hann megi ekki vera að því? Kannske guð geti ekki komið svo langt upp í heiði, þegar snjóar?« »Hann hefir svo mörgum börnum að hjálpa, að hanu kemur máske ekki fyr en á morgun.« »Er það þá víst að hann komi á morgun? Ósköp er hann lengi —, en mamma, mamma farðu ekki — vertu hjá okkur, elsku mamma.« »Eg verð hjá ykkur — reynið bara að sofna.« Svo raulaði hún nokkrar vögguvísur og börnin móktu. Grímur hafði troðið upp í gluggann, og gekk svo ofan. Göngin vóru fent upp og bærinn stóð opinn. Hatin lokaði bæn- um og gekk inn. Guðlaug hafði kveikt ljós, og sat á rúm- stokknum. Hún horfði á börnin með tárvotum augum, og las með eftirvæntingu hverja breytingu sem varð á litlu andlitunum. Ekki varð séð, að kuldinn í baðstofunni biti á litlu aumingjana. Ljósið varpaði daufri glætu yfir þrútnu andlitin, löðrandi í svita. »Finst þér þeim ekkert skána?« Grímur leit til Guðlaugar. »Ekki er það að sjá.« Guðlaugu var þungt um málið og tárin hrundu niður kinnarnar. »Finst þér hitinn eins afskaplegur og áður?« »í>að er víst harla lítill munur á því.« »Hvað heldurðu það sé, sem gengur að þeim?« »Æ ég má ekki hugsa til þess! — Guð einn veit það. — Pað er svo óttalegt, ef það er barnaveikin — en guð einn ræður?« Hún leit framan í Grím, starandi augum, án þess þó að geta sagt meira, og eins og hún biði eftir því, að hann segði eitthvað. »Já — guð einn ræður!« Grími skalf röddin, um leið og hann strauk með handarbakinu yfir hvarmana. Sorgmædda örvæntingar- andlitið á konu hans — efni hans og ástæður, og þetta óttalegasta:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.