Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 29
109
Auðvitað lét hann þess getið, að það væri ekki heldur hans
meining, að hún skyldi taka hverjum skrælingja, sem vendi
komur sínar að Hofi. — og ekkert ætti, en væri samt svo vitlaus
að hugsa til kvonfanga —. En að hún skyldi neita þeim báðum,
og það í sömu vikunni, sýslumannssyninum frá Völlum og prests-
syninum frá Staðarhóli, gat hann ekki þolað. Peir stóðu báðir til
að erfa of fjár, og áttu þar að auki hefð og embætti í vændum.
Pað var því ósköp skiljanlegt, að brúnin á Porsteini gamla
— hálfsjötugum karlinum — sigi, þegar dóttir hans sagði honum,
að hún væri trúlofuð Grími.
»Honum Grími?« Pað var ekki undarlegt, þó það nafn klæj-
aði hlustir gamla mannsins. — »Hann Grítnsi! Einn af skræl-
ingjunum — bara sauðasmalinn á Hofi — eignalaust ræfilstetur!
— Pað sómdi sér svo vel, eða hitt þó heldur, að hann Porsteinn
Porsteinsson á Hofi gifti honum einkadóttur sína!«
En þó karl teldi um fyrir Guðlaugu á hverjum degi, bæði
með illu og góðu, kom það fyrir ekki. Hún sat við sinn keip.
Samt þótti karli ilt að þurfa að láta undan dóttur sinni að óreyndu.
Færðist hann því í aukana, og hét að gera hana arflausa, ef hún
léti ekki af þeirri fásinnu, að trúlofast Grími. En þá létu þau
byrja á lýsingunum, og hálfum öðrum mánuði síðar giftu þau sig,
Grímur og Guðlaug.
Heldur þótti hann léttvægur, heimanmundurinn hennar Cuð-
laugar frá Hofi, einkabarnsins hans Þorsteins ríka. Og teljandi
vóru gjafirnar, sem hann lét af mörkum rakna til þeirra meðan
hann lifði — því þær vóru engar. Pegar þau fóru frá Hofi, hafði
Porsteinn þó fengið þeim Hamar til ábúðar — heiðarkot og lang-
minst af jörðunum hans tólf — og leyft þeim að búa þar eftir-
gjaldslaust meðan hann tórði. En áður en hann dó, hafði hann
gert þá ráðstöfun, að Hamar skyldi ásamt nokkurum öðrum jörð-
um hans falla undir kirkjueignina Bæ, sem gjöf frá honum látnum,
og mæltist slíkt hvergi vel fyrir nema við jarðarförina. í*á rigndi
svo miklu lofi um manngæzku og kristilegt réttlæti yfir kistu hans,
að flestum lá við klígju og uppsölu. —
Pau áttu því næsta örðugt uppdráttar fyrstu árin Grímur og
Guðlaug; unnu baki brotnu að kalla mátti, bæði nótt og dag.
Jörðin hafði ekki verið setin síðustu 5 árin; túnið komið í órækt,
og peningshúsin lágu við falli.
Grími var það áhuga-mál að bæta jörðina, að svo miklu leyti,