Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 29

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 29
109 Auðvitað lét hann þess getið, að það væri ekki heldur hans meining, að hún skyldi taka hverjum skrælingja, sem vendi komur sínar að Hofi. — og ekkert ætti, en væri samt svo vitlaus að hugsa til kvonfanga —. En að hún skyldi neita þeim báðum, og það í sömu vikunni, sýslumannssyninum frá Völlum og prests- syninum frá Staðarhóli, gat hann ekki þolað. Peir stóðu báðir til að erfa of fjár, og áttu þar að auki hefð og embætti í vændum. Pað var því ósköp skiljanlegt, að brúnin á Porsteini gamla — hálfsjötugum karlinum — sigi, þegar dóttir hans sagði honum, að hún væri trúlofuð Grími. »Honum Grími?« Pað var ekki undarlegt, þó það nafn klæj- aði hlustir gamla mannsins. — »Hann Grítnsi! Einn af skræl- ingjunum — bara sauðasmalinn á Hofi — eignalaust ræfilstetur! — Pað sómdi sér svo vel, eða hitt þó heldur, að hann Porsteinn Porsteinsson á Hofi gifti honum einkadóttur sína!« En þó karl teldi um fyrir Guðlaugu á hverjum degi, bæði með illu og góðu, kom það fyrir ekki. Hún sat við sinn keip. Samt þótti karli ilt að þurfa að láta undan dóttur sinni að óreyndu. Færðist hann því í aukana, og hét að gera hana arflausa, ef hún léti ekki af þeirri fásinnu, að trúlofast Grími. En þá létu þau byrja á lýsingunum, og hálfum öðrum mánuði síðar giftu þau sig, Grímur og Guðlaug. Heldur þótti hann léttvægur, heimanmundurinn hennar Cuð- laugar frá Hofi, einkabarnsins hans Þorsteins ríka. Og teljandi vóru gjafirnar, sem hann lét af mörkum rakna til þeirra meðan hann lifði — því þær vóru engar. Pegar þau fóru frá Hofi, hafði Porsteinn þó fengið þeim Hamar til ábúðar — heiðarkot og lang- minst af jörðunum hans tólf — og leyft þeim að búa þar eftir- gjaldslaust meðan hann tórði. En áður en hann dó, hafði hann gert þá ráðstöfun, að Hamar skyldi ásamt nokkurum öðrum jörð- um hans falla undir kirkjueignina Bæ, sem gjöf frá honum látnum, og mæltist slíkt hvergi vel fyrir nema við jarðarförina. í*á rigndi svo miklu lofi um manngæzku og kristilegt réttlæti yfir kistu hans, að flestum lá við klígju og uppsölu. — Pau áttu því næsta örðugt uppdráttar fyrstu árin Grímur og Guðlaug; unnu baki brotnu að kalla mátti, bæði nótt og dag. Jörðin hafði ekki verið setin síðustu 5 árin; túnið komið í órækt, og peningshúsin lágu við falli. Grími var það áhuga-mál að bæta jörðina, að svo miklu leyti,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.