Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 30

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 30
I IO sem hann hefði getu til. Byggja upp peningshúsin og með því tryggja þar framtíð þeirra Guðlaugar. Pví á bak við alt stritið og svartsýnið grilti í svolítið ljós, er óx og dafnaði eftir því sem jöröin batnaði: Porsteinn myndi sefast með ellinni, og sýna ein- hverja viðurkenningu fyrir frændsemi Guðlaugar. t*ó það yrði aldrei nema Hamar, sem hann gæfi þeim, myndu þau taka því með þökkum, þó það væri ekki nema lítill hluti alls Hofsauðsins, sem Guðlaugu bar með réttu eftir guðs og manna lögum. Jörðin hafði líka tekið þeim bótum á þessum 5 árum, að Grímur var ekki hræddur um, að hún fleytti þeim ekki. En alt fór annan veg. Karlinn hafði ráðstafað eigum sínum á ýmislegan hátt, svo Guðlaug erfði ekki einn einasta eyri. En þetta, að jörðin skyldi vera gefin undan þeim til ókunnugra manna, var svo óskiljanlegt. Að greiða helmingi hærri landsskuld af Hamri, en áður þektist, bara vegna þess að jörðin hefði batnað síðan þau tóku við henni. Pað var svo ótrúlegt, að kirkjan og presturinn ættu að græða á þeim — okra á þeim blátt áfram — og taka svo glerharða peninga eða gangandi fé, einmitt fyrir alla svita- dropana, sem þau höfðu úthelt til frjóvunar framtíðinni. Öllum réttlátum mönnum virtist, að ekki hefði mátt minna vera, en þau Grímur og Guðlaug hefðu fengið lífstíðarábúð á Hamri án eftirgjalds. En það fanst prestinum, honum séra Ólafi á Bæ,. hjákátleg fjarstæða. Pessi rétttrúaði guðsmaður lét það einu sinni í ljósi á safnaðarfundi, þegar tilrætt varð um Hamar, og safnaðar- fulltrúunum þótti ofmikilli hörku beitt við Hamarshjónin í lands- skuldinni — að það væri svo hlægilegt, og ætti sér hvergi stað f lútersku kirkjunni, að eignir kirkjunnar stæðu ávaxtalausar árum saraan. Og máli sínu til stuðnings rakti hann dæmisöguna um hið ófrjósama fíkjutréð upp úr sér. Pað stóð heldur ekki á steini fyrir honum að segja þá sögu. Hún rann upp úr honum með eldheitum orðum, alveg eins og hver rétttrúaður prestur myndi flytja hana, og enginn safnaðarfulltrúanna efaðist um, að hún ætti vel við. Pað var því engum blöðum um það að fletta, að ábúandanum á Hamri — hver sem hann væri — bæri að greiða í landsskuld 8 sauði ár hvert, og var það dæmt eftir guðs og manna lögum, þeim nýjustu, er þektust í þá daga. — Guðlaugu gramdist alt þetta. Hún gat ekki annað séð, en þetta væri himinhrópandi synd og mannúðarlaust ranglæti. Svart-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.