Eimreiðin - 01.05.1907, Page 55
135
skilið millistigin í tilverunni, og of djúpúðugt til að sneiða sig hjá
hinum miklu andstæðum, og taka ekki tillit hinna skelfilegu hörm-
unga lífsíns.
RAGNARÖK. Hve tilfinningin fyrir andstæðunum er rík,
sýnir trúsögnin um heimsslitin eða »ragnarök« (o: endalok goð-
anna): trúin á fimbulvetur eða að löndin sökkvi í sjó, að sólin
verði gleypt af úlfum þeim, er ávalt elta hana, að baráttunni milli
goða og jötna lúki með stórkostlegum bardaga, og að goðin —
máttarstoðir og dýrlingar þjóðarinnar — þá eigi að láta líf sitt.
En óhefnd eiga þau þó ekki að falla, því slíkt gat enginn Norður-
landabúi hugsað sér; hinn ungi sonur Óðins, Víðarr, rífur sundur
gin Fenrisúlfsins, og er þar þannig vísir til nýrrar kynslóðar af
goðum og mönnum, sem geta látið framhald verða á lífinu, Lífs-
aflinu er — þó í nauðatæpum mæli sé og með baráttu, þar sem
tekið er á öllu, sem til er, — bjargað frá tortímingunni.
Heimsbaráttan milli góða og jötna er ekki eingöngu norræn.
Pað er miklu fremur sameiginlegt fyrir arisku þjóðirnar, að hugsa
-sér t. d. þrumuvaldinn ásamt öllum hinum goðunum í daglegri
baráttu við tröllin. Hjá Keltum er meira að segja getið um ógnar
goðabardaga, sem hefir sams konar sorgarblæ yfir sér og ragna-
rök. En þar sem Grikkir og Indverjar hafa horfið frá þessari
hugsun — í lífsgleði eða lífsafneitun —, þá hafa Norðurlandabúar
fylgt henni og rakið út í yztu æsar. Einna skyldust verður trú-
sögn hjá persneska þjoðflokknum, er skýrir frá sífeldri baráttu
milli hollvætta og meinvætta, er endar með höfuðbardaga, sem í
ýmsum greinum líkist norrænu frásögninni. En einmitt líkingin
sýnir um leið mismuninn. Hjá Persum er undirrót trúsagnarinnar
andstæðan milli frjósemi og þurks, þar sem mannkyninu stöðugt
er fléttað inn í sem vinnandi verkalýð; þar er því þessi trú til
orðin meðal hjarðmanna og við plóginn. Undirrót norrænu heims-
baráttunnar er aftur sumpart hernaður og sumpart þunglyndis
heilabrot út af lífskjörunum; þar ber langtum minna á, að menn-
irnir veiti goðunum lið; það eru ekki lifandi menn, heldur Ein-
herjarnir frá Valhöll, er ríða til orustu við ragnarök. I trú Persa
bryddir á bjartsýni starfsmannsins, sem gerir sér von um árangur;
en í norrænu kvæðunum draumar heilabrotamannsins um að alt
eigi að líða undir lok.
EUNGLYNDI. Skáldskapur víkingaaldarinnar, eins og hann
birtist í norrænum kvæðum frá 9. öld, og enn frekar frá 10. öld-