Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 76

Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 76
156 er hún góð, þótt hann haíi rúmsins vegna orðið að fella margt burtu, sem stendur í frumritinu. En meginatriði ritlingsins koma þar skýrt fram og alt það, er Dani varðar mestu að sjá og heyra. Ekki hafa dönsk blöð látið uppi skoðanir sínar um kenningar þær, sem þar eru fram settar, en líklega ber þó ekki að skoða þögn þeirra sem samþykki, þó orðskviðurinn alkunni vilji svo vera láta. V. G. FYRIRLESTUR UM ÍSLAND hélt lícentíat Rolf Nordenstreng (frá Upp- sölum) hér í Kaupmannahöfn fyrir skömmu og var þar fjöldi áheyrenda saman komin og að minsta kosti einn ríkisþingsmaður, ef ekki fleiri. Sagðist honum vel og sköru- lega og rakti sögu landsins og réttarstöðu fyr og síðar frábærlega skýrt og af mikilli þekkingu. Kvað hann »Gamla sáttmála«, sem væri íslands »Magna Charta«, vera þann eina sanna réttargrundvöll, sem til væri, fyrir sambandi Dana og íslendinga, og samkvæmt því væri ísland að réttu lagi sjálfstætt ríki, sem stæði í persónusam- bandi við Danmörku. Að fyrirlestrinum var gerður hinn bezti rómur og virtist eng- inn hafa neitt við kenningar hans að athuga. VG. UM CRYMOGÆA, hið þjóðkunna, latneska rit Arngríms lærða um ísland heíir dr. Kr. Kálund ritað mjög fróðlega ritgerð í »Arkiv f. nord, filologi« XXIII. Er þar fyrst um hverjar útgáfur séu til af frumritinu, en því næst lýsing á tveimur ís- lenzkum þýðingum af því, sem enn eru til, önnur á Landsbókasafninu, en hin á konunglega bókasafninu í Khöfn. Er hin fyrri léleg og lítils virði, en hin síðari mjög góð og einkar merkileg, og álítur dr. Kálund (eftir bendingu frá próf. Þorv. Thoroddsen), að hún muni vera samin af Gísla biskupi Oddssyni í Skálholti (1631 —38). Af hinum latnesku nöfnum hjá Arngrími er oft mjög erfitt að sjá, hvað hann á við í lýsingum sínum á leikjum, dönsum og fleiru þess konar. En þýðingin tekur hér af öll tvímæli, því í henni fá menn íslenzku nöfnin sjálf og stundum jafn- vel aukaskýringar. Að síðustu eru í ritgerð dr. Kálunds nokkrar fróðlegar athuga- semdir um dansa og vikivaka á íslandi að fornu, og styðst hann í þeim sumpart við lýsinguna í Crymogæa (og þýðingunni) og sumpart við rannsóknir R. Steffens í rit- gerð hans: »Enstrofig nordisk Folklyrik« (Svenska Landsmálen 1898), þar sem tals- vert er um íslenzka dansa og vikivaka. V. G. DEILUR UM NJALU. Svo sem kunnugt er, hefur Njálssaga verið talin merki- legust allra íslenzkra sagna frá söguöld íslendinga, bæði sakir efnisins sjálfs og með- ferðar þess. Hún hefur því verið augasteinn allra íslendinga, sem unnað hafa forn- sögum vorum og kynt sér þær. ÍÞað er því svo sem komið sé við hjartað í mörgum íslendingum, ef sögunni er gert lágt undir höfði eða efast um áreiðanlcik hennar. Fyrir 22 árum rituðu tveir ungir þýzkir vísindamenn um Njálu, þeir v. Carolsfeld og Karl Lehmann, hinn síðarnefndi einkum um hana í sambandi við réttarreglur þær, er ætla má eða víst er, að gilt hafi á íslandi á söguöldinni. Kemst hann þar að þeirri niðurstöðu, að sagan sé að mörgu leyti óáreiðanleg, sé ósamrýmanleg við sumar þær réttarreglur, sem vér höfum í Grágás og að söguritarinn hafi hins vegar beinlínis tekið upp ýmsar formúlur úr Grágás. Hann rannsakar mál þau, er Njála skýrir frá, og þykist þar sýna fram á, að frásögnin hljóti að vera röng, því að hún sé ósamrýmanleg mörgum málsókna- og málsvarnarreglum í Grágás. Sigurður forn- fræðingur Vigfússon mótmælti þessari meðferð á Njálu í Árbók Fornleifafélagsins, og Vilhjálmur Finsen hæstaréttardómari hefur í riti sínu »Om den oprindelige Ord- ning af nogle af den isl. Fristats Institutioner« fært líkur fyrir því, að höf. hafi víða rangt fyrir sér. I réttarfarssögu uppkasti sínu, sem geymt er í handriti í Árnasafni,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.