Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 15

Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 15
EIMREIÐINI LAUNAMALIÐ 79 að ákveða, hve mikils virði krónan sé, miðað við nauð- sjmjar. Þetta er og mjög auðvelt, og þarf ekki annað en láta Hagstofuna reikna þetta út. þetta hefir hún gert að undanförnu að miklu leyti, og eftir öllum gögnum eru 2,60 kr. nú jafngildar 1,00 kr. fyrir ófriðinn. Eftir þessu á því nú að gjalda starfsmönnum þjóðarinnar. Star/smenn landsins eiga að ]á kr 2,60 fgrir hverja kr. 1,00 af sann- gjörnum launum 1914. Það eru sanngjörn laun nú og ekki einn eyrir fram yfir. En nú voru launin 1914 ekki sanngjörn laun. Það ját- aði jafnvel launamálanefndin, sem þó fór mikils til of skamt í launakröfunum. Það á því ekki að miða við launin eins og þau voru þá, heldur eins og þau áttu að vera. Og svo verður að gæta þess, að nú eru liðin mörg dýrtíðarár, sem starfsmenn landsins hafa orðið að bera án verulegrar uppbótar. Launakrafan hlýtur því að vera þessi, þótt ekki sé farið eitt fet fram úr tullkominni sanngirni: 1. Að launaupphæðin 1914 sé ákveðin hæfileg. 2. Að sú launaupphæð sé lögð til grundvallar, og eftir henni reiknuð sanngirnislaun fyrir undanfarin dýr- tíðarár eftir verðlagsskrá, og það greitt starfsmönn- unum nú, sem á hefir brostið, og loks 3. Að launin verði hér eftir reiknuð á þennan hátt, eftir verðlagsskrá, er sýni sanngildi peninga. Hverju á að slá af þessu með sanngirni? Engu. Em- bættismenn hafa að vísu slegið stórlega af þessum kröf- um til samkomulags. Þeir hafa boðið, að reikna mætti eftir laununum eins og þau voru 1914, þótt þau væru of lág. Og þeir hafa boðið að gefa þjóðinni upp skuldina frá dj'rtíðarárunum. En er þetta i rauninni nokkuð fagurt, að sýna þjóðfélaginu, sem á að vera sanngjarnasti vinnu- veitandinn og fyrirmjmd annara vinnuveitenda, fram á, hvað sé sanngirniskrafa, en segja um leið: En af því að eg get ekki búist við því af þér, að þú borgir mér nokk- urn tíma alt, sem eg á hjá þér, þá skal eg gefa þér alt

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.