Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 16

Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 16
80 LAUNAMÁLIÐ lEIMIiEIÐIN hitt upp, ef þú aðeins vilt borga mér framvegis svo, að eg geti tórt? Nei, þjóðin sjálf ætti ekki að þiggja slíkt. Hún á ekki að láta selja skuldir sínar með afföllum, eins og gert er við skuldir óreiðumanna. Hún á að taka skrefið fult út. Hún bæði getur það og hlýtur að vilja það. það á að borga opinberum starfsmönnum vel, og heimta líka mikið af þeim. það á að gera vel við þá, sem vel vinna, en láta hina fara. Það er og verður heilbrigðast og hollast hinu unga, islenska riki. M. J. Yökudraumur. Oft sé eg'.i anda undarlegar sýnir. Vökudraumar eru vinir mínir. Dvaldi eg til dala draumbliða nótt, blómin á bala blunduðu rótt. — En fuglar fjallasala fljúga til stranda. — Oft sé eg í anda er ársólin pá krýnir. Vökudraumar eru vinir mínir. Sviphýr er særinn við sólarlag. Góðan dag blessar fjallablærinn. Bi bí og blaka, blundar nú drótt. Bessa nótt vil eg aleinn vaka.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.