Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 20

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 20
84 VOKUDRAUMUR [EIMREIÐIN Um sólfögur héruð silfurlitar falla ár til ægis. — Brjóst mitt þenst út, vöðvarnir stælast og löngun eftir að starfa að ákveðnu takmarki gagntekur mig. Hér uppi í hreinu og svalandi fjallaloftinu lít eg öðruvísi á lífið en meðan eg geng eftir saurugum borgargötunum. Víðsýni mitt eykst og mér er fyrst fyllilega ljóst nú, hve miklu sterkur og einbeittur vilji getur afkastað. Hér uppi skil eg fyrst raddir náttúrunnar: lækjarniðinn, gjálfur bylgjanna og þytinn í bjarkarunnunum: vinna! vinna! vinna! Vinn kappsamlega að fögru takmarki. Nota hverja stund sjálfum þér og öðrum til gagns. Gríptu augnablikið! Þá getur ekki hjá þvi farið að þú handsamir tækifærið, sem skapar giftu þína. Hafðu óbilandi traust á sjálfum þér og gefstu aldrei upp, þá mun gata þín greið og byrði burðarlétt. Yfirgef ekki landið. Það þarfnast dáðríkrar vinnu. Liöhlaupar lifa lífi verra og skömm viö herðar hrín. Þú mátt ekki heimta daglaun þín um dögurðarleyti, þvi landið víðlent og grasgæft, er þér var trúað fyrir, liggur enn óræktað. Minstu þess, að heimtir þú frelsið, firrist það — en starfa og þú ert frjáls, Háðu baráttu! Rýmka verksvið þitt! Gcet skgldu þinnar! — Draumheimur minn fjarlægist. Sýnirnar fölna og raddirnar óskýrast. Hugurinn þaut um himininn hratt yfir ránarsali — og kvaddi iðgræna dali. — Einu sinni leit hann um öxl og þá sá hann háan mann, bláeygan og drengilegan, styðjast við hest sinn. — »Fögur er hlíðin«. —

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.