Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 49

Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 49
EIMIiEIÐIN] TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR 113 settir til höfuðs galdramönnum. Páfabréf þetta heitir: »Summis'desiderantes«, og er óskaplegt skjal. Byrjar há- tíðlega mjög með því að lýsa áhuga hins heilaga föður á yelferð kirkjunnar. Svo kemur reiðarslagið: »Vér höfum nýlega oss til sorgar heyrt, að persónur af báðum kynjum hafi gleymt sáluhjálp sinni og vilst frá sinni kaþólsku trú og lagst með djöflinum (cum Daemonibus incubis et succulis abuti), einnig að viðkomendur með yfirsöngvum, særingum og öðrum óhæfilegum villum, flakki, óreglu, glæpum og afbrotum, skaði fóstur kvenna, unga dýranna, ávexti jarðar, ber víngarðanna, ávexti trjánna, og einnig skaði þeir, kæfi og drepi menn og konur, fé og skepnur, víngarða, skóga, engi og bithaga, strá og korn og annan afrakstur jarðar; sömuleiðis komi af stað í mönnum og konum, fé og skepnum, innri og ytri óþolandi kvölum, ac eosdem homines non gignere, et mulieres ne concipere, virosque ne uxoribus, et mulieres ne viris actus conju- gales reddere valeant, impedire o. s. frv. Felur hann svo tveim áðurnefndum mönnum að koma í veg fyrir þetta og gefur þeim ótakmarkað vald. Hótar öllu illu þeim, er reyni að hefta framkvæmdir þeirra og ákveður að dóm- um þeirra skuli ekki verða áfrýjað. Eina hindrunin, sem nú var í vegi þessara manna, var sú, að einstaka menn voru ófúsir á að viðurkenna galdr- ana. Því tók Jakob Sprenger sig til og samdi bókina Malleus Malificarum. Framan við hana er prentað páfa- bréfið: Tenor Bullae apostolicae, og aftan við samþykki guðfræðinga og þar minst leyfisbréfs frá Maximilían keisara. Bókin er í þrem aðalköflum. í fyrsta kaflanum eru sannanirnar fyrir því, að galdrar séu og hafi verið til. Eru þar tilvitnanir í ritninguna og kirkjufeðurna, og mikill lærdómur. Og þeir byrja með þvi að slá varnagla við því, að menn neiti göldrum, ineð því að segja: »Sú stærsta villukenning sem til er, er sú, að neila göldrum«. Þá vissu menn á hverju þeir áttu von frá rannsóknardómurunum, ef þeir neituðu tilveru galdranna. Um það, hvers vegna galdra- menn og konur séu til, segir þar, að djöfullinn geti ekki sjálfur, af því að hann sé andlegur, gerl líkamlegt tjón. 8

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.