Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 50
114 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [EIMREIÐIK Hann verði fyrst að fara i líkami manna, og láta þá svo- gera tjónið. Svo kemur sönnunin: Djöfullinn sjálfur getur ekki gert slíkt tjón. Samt sem áður er það sannað, að- slíkt tjón verður. Og þá hljóta líka galdramenn að vera til. þá er rædd spurningin: Hvers vegna er það miklu oftar konur, sem galdra?1) Og þeirri spurningu er svarað meá þeim svivirðilegustu skömmum um kvenfólk, sem til eru. þetta er smekkur af því: »Syndin er í heiminn komin fyrir konu, hennar vegna deyjum vér allir. Hvað er konan annað en fjandmaður allrar vináttu, óhjákvæmilegt stralT á mönnunum, óumflýjanlegt böl (malum necessarium), sifeld treisting, hælta á heimili hverju, sjálft hið illa, hulið undir lit hins góða? Það er synd að kasta henni frá sér„ en kvöl að búa saman við hana. Hversu auðvelt er það fyrir djöfulinn, að tæla hana til samninga við sig, þar eð- hún er laus á trúnni, kæruiaus, lausmál og forvitin, svo að hann getur tælt hana svo langl i samningunum, að hún getur ekki snúið aftur. Ivonan gengur aldrei beina braut, og það er af því, að hún er sköpuð úr bognu rifi. Jafnvel nafn hennar sýnir þetta strax, þvi að femina (kona) er myndað úr fe = trú og minus = minna«2). Fyrsti parturinn er fullur af svona uppbyggilegum hug- leiðingum, t. d. er þar sannað, að galdramaður sé verri en Satan. Því að Kristur hafi þó ekki dáið fyrir Satan„ Satan syndgi því að eins á móti skaparanum, en galdra- maðurinn bæði móti skaparanum og endurlausnaranum. í öðrum partinum er galdramönnum lýst og öllu þeirra athæfi. Skal hér ekki farið langt út í það, vegna þess, að* lýsingin, sem í næsta kafla inun gefin á því, er að miklu leyti sú sama. I'að þurfti ekki annað en Galdrahamarinn lýsti því nákvæmlega til þess að allir ímynduðu sér, að» svoleiðis væri það. Um þriðja partinn er sama að segja. Þar er lýst réttar- 1) í þessu efni er víst ísland eina undantekningin. Alstaöar nema hér voru*. konurnar miklu fleiri, sem brendar voru. 2) Auðvitaö er þetta ramvitlaus málíræði. En Galdrahamarinn hefir meira. af slíku, t. d. diabolus úr duo = tveir og bolus = biti, af þvi að hann sækistu eftir tveim bitum, sál og likama!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.