Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 51

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 51
EIMREIÐIN) ÓDÁINS-VEIGAR 115 farinu, sem beita eigi, og verður það einnig seinna nánar skýrt. Þó er það enn þá nákvæmara, því að í því efni var beinlínis farið eftir honum. Óhætt er að segja það um þessa bók, að alt sem and- styggilegt er í hugsun, máli og vilja, heldur þar sína hæstu sigurhátíð. Og það er alveg rétt, sem sagt hefir verið um hana, að nú var ekki helvíti framar hugmynd, heldur virkileiki mitt í mannlífinu. Pví að svo ógurleg verða kjör þeirra, sem fiæktust inn í galdramálin, að slíku verður aldrei með orðum lýst. Alt var sönnun á móti þeim, en ekkert með þeim. Engar píslir andlegar og lík- amlegar þóttu nógu ferlegar. Engin svik svo svívirðileg, að ekki mætti beita þeim gegn þeim. Og fyrir þessu urðu ekki hundruð og ekki þúsundir aðeins, heldur miljónir, margar miljónir, manna! [Meira]. / Odáins-veigar. Guð alfaðir var að tala við yngstu dóltur sína, sem átti nú í fyrsta sinni að fá að fara til mannanna á jörðunni. Á borðinu hjá þeim stóðu þrír bikarar með ódáins veig- um. Utan á einum stóð geislum letrað: máttur, utan á öðrum viska og á þeim þriðja kœrleikur. Seinast í samtalinu spurði hann hana úr hverjum bik- arnum hún vildi drekka. En sálin greip þann með mætt- inum og teigaði. Síðan settist hún á einn sólargeislann og sveif til jarðarinnar. Hún fæddist og ólst upp með villimönnum — og varð stór og sterkur karlmaður. Hann var sterkari en aðrir menn. Hann átti fangbrögð við villidýr og lagði þau að velli. — Hann var kosinn foringi. — Hann vann alla fjandmenn sína, sem hann átti í höggi við. Hann var '8

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.