Eimreiðin - 01.04.1919, Side 56
120
FRESKÓ
[EIMREIÐIN
hún bjr við, drepa hverja góða hugsun í dróma og varna
því, að rödd hjartans fái nokkru að ráða.
Nú er hér staddur hertogi einn af Kingslj'nn. Hann er
einn af þessum óteljandi fjarskyldu frændum, sem hún á„
og alt fólk hennar kvað vilja, að hún gangi að eiga hann.
Hann er góðlyndur maður og þægilegur i viðmóti. Hún
kallar hann Vic. og gerir ekki annað en kvelja hann á
allar lundir. Hann hefir eitthvað herramannlegt og einfalt
við sig, og lætur því ertni hennar eins og vind um eyrun
þjóta. En hann er alls eigi jafnoki hennar að andlegri
atgervi, og ef hún giftist honum, þá er það eingöngu af
þvi, að hana langar til þess, að verða hertoginna af
Kingslynn. En það mundi kosta það, að þau yrðu bæði
ógæfusöm, ef ekki hlytist enn verra af því.
Eg vildi óska, að eg gæti lýst henni verulega ljóst fyrir
yður. Eg sendi yður nú aðra mynd af henni, sem eg dró
upp í gærkveldi. Hún hafði verið á hestbaki, og fór af
baki hjá dálitlum gras-stalli, en eg stóð þar hjá, því aö
þessi gras-stallur er fyrir framan danssalinn. Hún tók af
sér litla hattinn, sem hún var með á höfðinu, hallaði sér
upp að grindunum og spjallaði við mig dálitla stund.
Kvöldroðinn læddist milli eikartrjánna og baðaði hár
hennar í roða-lind sinni, og augu hennar urðu svo ein-
kennilega mild og björt. Eg ætla að mála stóra mynd
eftir þessum uppdrætti, þegar alt þetta er búið, og eg verð
kominn aftur til Forinella, því að þá finst mér þetta víst
eins og draumórar, að eg hafi verið norður á Englandi
og málað freskómyndir þar.
Þá verður hún án efa gift þessum Vic. og búin að
svifta hann sálarfriði og sælu lífsins.
Hún kom með alla hersinguna inn í danssalinn í gær
eftirmiðdag. Eg á ekki svo hægt með að loka eigandann
úti, og varð þvi að opna dyrnar, þó að eg verði að segja,
að eg gerði það nauðugur.
Þarna var sægur af fólki, körlum og konum. Þau töl-
uðu ekkert nema ensku, og eg skildi auðvitað ekkert orð.
Eg óskaði að einhver þar kynni itölsku, svo að eg gæti
sagt honum, hvað mér þætti þetta ruddaleg framkoma.