BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Qupperneq 27

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Qupperneq 27
nokkrum atriðum varðandi ályktanir og reynslu Andrésar í þessari síðustu bílferð hans. Það er ákveðið samband milli þunglyndis- ástands Andrésar og haustdrungans. Haust- drunginn með myrkri og regni, visnuð lauf, sem vindurinn feykir, eykur og magnar hjá ökumann- inum hugarástand felur m.a. í sér óttann við eithvað, sem hann veit ekki hvað er. Andrés telur, að sum atvik í lífi hans séu svo frábrugðin almennri reynslu, að hann vill helzt ekki ræða þau við aðra. Hann fyrirvarð sig, þegar vegaeftirlitmaðurinn kom, meðan hann var að þvo umferðarmerkið. Skyndilcga birtist vegamerkið i glampa billjósatina. Á leiðinni gegnum drungalegt skógarsvæðið skynjar hann myrkrið sem dularfulla ógn að baki sér. Svæði, þar sem greinilega getur dulizt eitthvað fjandsamlegt og dularfullt, án þess að hann viti hvað það er. Taugaspennan eykst stöðugt. Þessar æstu tilfinningar, geðshræringar, einkum óttinn, verka á taugakerfið og innkirtlana og örva vöðvana, unz ekillinn — sjálfrátt eða ósjálfrátt — skynjar spennuna og hagræðir sér í sætinu til að draga úr henni. Þessi vöðvaspenna er nokkurs konar undirbúningur að fyrirvaralausri athöfn. Án þess að ekillinn geri sér þess grein, auka spenntir vöðvar áhrif sín á fóta- og leggja- hreyfingar, og bíllinn þýtur með vaxandi hraða gegnum skóginn. Þessi ósjálfráði sálræni og líkamlegi viðbúnaður þarf ekki mikla viðbótar- hvatningu frá tilfinningalífinu til þess að Andrés þoli ekki meira og afleiðingin verði skelfingarvið- brögð (panik). Sterk rök hníga að því, að kornið, sem fyllti mælinn, hafi verið hinn dularfulli bíll í skóginum og sprengingin í útblástursrörinu, sem Andrés hefur sennilega skynjað sem byssuskot. Sennilega hefur hann ályktað, að skotinu væri stefnt að sér. Hugsanir hans og hegðun við aksturinn gegn um skóginn benda til þess, að hann hafi þjáðst af ofsóknarhugmyndum. Hann reyndi að aka burt frá ofsækjendum sínum og afleiðingin varð slysið. Læknir Andrésar staðfestir síðar, að þessar ályktanir okkar séu réttar. ( sjúkraskýrslu læknis- ins finnum við sjúkdómsgreiningu frá taugalækni, sem Andrés hefur nokkrum sinnum verið sendur til. Þar stendur: „Vangildur" (subvalid) persónu- leiki með ákveðnum ofsóknarímyndunum. Mað- urinn drap sig í akstri sökum ótta við ímyndaða ofsækjendur. Hinn ímyndaði ofsækjandi er, frá sálrænu sjónarmiði, jafn raunverulegur þeim manni sem í hlut á, eins og væri hann til í raun og veru. ENGA FÍLA I BÍLA SITJIR ÞÚ BELTISLAUS í BÍL OG BIFREIÐAÁREKSTUR VERÐUR HÖGGÞYNGD JAFNGILDIR HEILUM FÍL HVERNIG SEM ÞÚ ERT GERÐUR. Þungi þinn höggþyngd á höggþyngd á gv 20 kg > 1.565 kg 2.057 kg 50 kg > 2.475 kg 3.253 kg 75 kg >3.031 kg 3.984 kg 27

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.