BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Síða 34
Stjórntækin í Volvo 360 GLE.
6000 km á hraðbrautum IJvrópu
í Volvo 360
Eins og fram hefur komið í grein um Ökuleikn-
ina þá útveguðu umboðsmenn Volvo á íslandi
Bindindisfélagi ökumanna tvo nýja Volvo 360 bíla
til afnota vegna Norrænu ökuleikninnar í Vín í
Austurríki í lok október s.l.
Þar sem BFÖ varð alfarið að sjá um kostnað
vegna fararinnar, en Opel GM umboðin á hinum
Norðurlöndunum sáu um fararkostnað keppenda
hinna bindindisfélaganna, var valin ódýrasta
leiðin. Sú var að fljúga til Amsterdam í Hollandi og
aka þaðan til Austurríkis.
Flogið var með Arnarflugi hf. til Amsterdam
og ferðaðist fararstjóri hópsins frítt í boði Arnar-
flugs. Þegar lent var á Schipool flugvelli biðu
hópsins tveir nýir Volvo bílar annar 360 GLE og
hinn 360 GLT. Þessi lína hefur nýlega verið kynnt
hér á landi.
Umboðsmaður Veltis hf. hafði séð fyrir öllu sem
til þurfti. Gefið upp nöfn á hinum ýmsu umboðs-
mönnum Volvo í Hollandi, Þýskalandi og Austur-
ríki ef eitthvað óvænt kæmi upp. Einnig hafði hann
boðið hópnum að skoða Volvo verksmiðjurnar í
Born í Hollandi, en því miður gat hópurinn ekki
þegið það vegna tímaskorts. Meira að segja
útvegaði hann hópnum vegakort af Hollandi,
Þýskalandi og Austurríki.
Fyrir hópnum lá að aka sem leið lá frá Hollandi
34
til Vínar á rúmlega einum sólarhring. Því gafst gott
tækifæri til að reyna hina nýju bíla frá Volvo.
Annar bíllinn var 4 dyra GLE sedan en hinn 3
dyra GLT hatchback. Báðir hafa þeir 115 hestafla,
2ja lítra vélar með LE-jetronic beinni innspýtingu,
þ.e. rafeindastýrðri blöndun á lofti og bensíni, sem
gerir þá einkar sparneytna. Vélarnar eru tengdar
við 5 gíra gírkassa, sem eru staðsettir við
afturhásingu. Ekki ósvipað og bílareins og Ferrari
og Porsche hafa. Fimmti gírinn er yfirgír sem
kemur bílnum upp í 185 km/klst. Miðað við hve
bíllinn er þungur, 1210 kg með 4 cyl. vél þá er
hann mjög snöggur og tekur aðeins 10.5 sekúnd-
ur að aka frá 0-100 km/klst.
Það segir sig líka sjálft að bíll með yfirgír er
mjög sparneytinn og er GLE bíllinn með aðeins
6.8 lítra pr. 100 km og GLT bíllinn með 7.1 lítra úti
á vegi. Á hraðbrautarkeyrslu með bílana full-
hlaðna og meðalhraða milli 130-150 km/klst. var
eyðslan 8.2 lítrar á GLE bílnum og 8.4 lítrar á GLT
bílnum.
Það reyndi mjög á sætagerð og alla innréttingu
bílsins í svo langri ferð. Sæti voru mjög þægileg
og féllu vel að líkamanum. Þó hefði mátt vera
hærra undir toppinn fyrir aftursætisfarþega. öll
innrétting bílanna er mjög vönduð eins og gerist í
öllum Volvo bílum í dag. Meira er lagt í