BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 3
Arni Gunnarsson: Að aka eða neyta áfengis Senn verður það staðfest með lögum, sem flestir hugsandi menn hafa áður vitað, að áfengisneysla og akstur bifreiða fer ekki saman. Með frumvarpi, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi, er lögð til sú breyting á 2. mgr. 45 gr. umferðarlaganna, að ef vínanda- magn í blóði ökumanns nemur 0,25 prómill- um eða meira, telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega. Þar með verður leyfilegt áfengismagn í blóði lækkað frá núgildandi lögum úr 0,50 prómillum. Þessi breyting á umferðarlögunum hefur það í för með sér, að enginn þarf lengur að velkjast í vafa um það hvort eða hve mikils áfengis má neyta áður en sest er undir stýri. Með þessu móti verða lögin algjörlega afdrátt- arlaus, og ættu þar með að auðvelda hverjum manni að taka ákvörðun um hvorn kostinn viðkomandi ætlar að velja, þ.e. að aka eða neyta áfengis. Það hefur lengi verið nauðsynlegt að stíga þetta skref. Hér er á ferðinni forvarnarstarf þar sem ábyrgðin er lögð á herðar einstakl- ingnum, þar sem hann hvorki þarf að beita sjálfsmati um aksturshæfni, né blekkingum um að hann sé hæfur til að aka eftir áfengis- neyslu. Þeir, sem með margvíslegum sérkennileg- um rökum, andmæla þessari lagabreytingu, neita að horfast í augu við þann kalda veru- leika, að á síðustu tíu árum hafa orðið 1100 alvarleg umferðarslys, sem rekja má beint til ölvunar. í þessum slysum hafa 66 manns látið lífið. Þeir líta einnig fram hjá þeirri stað- reynd, að á hverju ári eru 2400 lslendingar teknir grunaðir um ölvun við akstur. Af þeim hópi missa um 2000 ökuleyfi. Andstæðingar þessarar breytingar styðja margir hverjir aukið umferðaröryggi og bar- áttu gegn slysum. Getur þetta farið saman? Svari hver sem vill! Árni Gunnarsson er alþingismaður. BFÖ-blaðid • 3/1990 Útgefandi: Ritnefnd: Viðtöl o.fl.: Prentun: Upplag: Bindindisfélag ökumanna, Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 83533. Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritsj. og áb.m.), Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson. Jóhannes Tómasson. - «_ Guðjónóhf. Kovember 4.400 eintök 3. tbl. 18. árg. 1990

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.