BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Side 16

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Side 16
Konur eru varkárari í umferðinni - segir Ólafur Ólafsson landlæknir Umferðarmál eru sígilt umræðuefni ekki síst hjá félagi eins og Bindindisfélagi öku- manna. Þau snerta okkur öll á einhvern hátt. Við erum þátttakendur í umferðinni sem bíl- stjórar, gangandi vegfarendur, farþegar í einkabílum eða almenningsvögnum eða hjól- reiðamenn. Við njótum hennar á ýmsan hátt, ferðumst þægilega milli staða í bílum og not- um þá til flutninga. Við höfum líka af henni ýmsan ama, hávaða, mengun og að ekki sé tal- að um umferðarslys. Flest kunnum við nauð- synlegar umferðarreglur en það gengur kannski misjafnlega að hafa þær í heiðri, hvort heldur er að ganga yfir gatnamót á rauðu Ijósi þegar engin umferð er eða aka á góðum degi svolítið hraðar en hraðamörkin leyfa. Ólafur Ólafsson landlæknir er einn þeirra er hafa látið umferðarmál til sín taka og þá aðallega slysavarnir. Hann féllst á að spjalla við BFÖ-blaðið um hitt og þetta sem tengist umferðarmálum. Ólafur er fyrst spurður hvernig honum Finnist umferðarmenning ís- lendinga vera: Hvorki góð né slæm - Hún er í sjálfu sér kannski hvorki góð né slæm - umferðarmenning er eins og önnur menning, hefur kosti og galla og þar eru margir spámenn. Þegar við ræðum umferðar- menningu og umferðarslys rekumst við alltaf á það að við höfum uppi margar spurningar en svörin eru færri. Hvers vegna aka menn ekki á börn í eigin heimagötu en frekar í öðrum hverfum? Hvers vegna víkur enginn í umferð- inni á íslandi en allir í útlöndum? Hvers vegna er stór hluti hjólandi barna er slasast í umferðinni undir 7 ára aldri? Agaleysi og til- litsleysi - eru þetta eðlislægir eiginleikar eða áunnir? Ég held að hegðun manna mótist verulega af uppeldi - þú ekur eins og þú ert. En við rekumst sem sagt alltaf á þetta að svörin vantar og okkur vantar mun meiri rannsóknir í þessum efnum því að ákvarðanir 16 eru oft teknar að óathuguðu máli. Ýmislegt hefur þó verið gert á þessu sviði og við íslend- ingar getum oft nýtt eigin reynslu og það sem nágrannaþjóðirnar hafa gert. Þú talar um kosti og galla — hverjir eru helstu gallarnir? - Það eru ýmis atriði sem huga þarf að í umferðinni. Við þurfum að skoða það sem ég kalla áhættulíferni manna í umferðinni. Hveijir eru það sem valda umferðarslysum? Er það einhver sérstök manngerð? Er það við sérstakar aðstæður - ölvun eða annað - hvað liggur að baki þessum fjölda umferðarslysa? Hegðum við okkur öðruvísi þegar við setjumst undir stýri og höldum út í umferðina heldur en við myndum gera annars staðar? Já, að nokkru leyti er það svo. Við gætum líka spurt hvers konar fræðslu og kennslutækni þurfi að beita til að vekja áhuga barna og unglinga svo að þau temji sér hættuminna hátterni í umferðinni. Hér koma skipulagsmál líka við sögu. Slys á börnum eru til dæmis mun færri í borgum þar sem skipu- lag er gott en í gömlum borgum. Það hefur komið í ljós í rannsóknum að skipulag borga ræður miklu um tíðni slysa í umferð. Gatna- kerfi þarf í aðalatriðum að skipuleggja þannig að umferðarþungar götur liggi til dæmis ekki gegnum fjölmenn íbúðarhverfi og það þarf að leggja verulegt fjármagn í mannvirki fyrir gangandi vegfarendur - það má ekki alltaf bara hugsa um bílana. Yngra fólk í Umferðarráð Ólafur lagði fyrir nokkru fram tillögur um breytingar á skipan Umferðarráðs og við báð- um hann að greina frá þeim: - Þær hlutu nú ekki náð fyrir augum alþingismanna en ég setti þær fram að vel athuguðu máli. Ég hef nokkuð ákveðnar hug- myndir um hvernig það getur helst komið málum til leiðar. Það þarf að fá yngra fólk en nú er í ráðið. Þar situr nú of stórt hlutfall hagsmunaaðila og þess vegna þarf að breyta skipan þess. Það

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.