BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 19
Leitað svara
Mælingar á mengun
Flestir eru mjög ánægðir með þá þjónustu
sem nú er í boði hjá Bifreiðaskoðun íslands hf.
Biðin er stutt, viðmót starfsmanna gjörbreytt
frá því sem áður var og skoðunin sjálf mun
nákvæmari og vandaðri en verið hefur. Þegar
litið er á skoðunarseðilinn vekur athygli að
þar eru skráðar upplýsingar um kolsýrling í
útblásturslofti bifreiðarinnar. En hvað tákn-
ar þessi tala? Hvað er mikið og lítið? Hvaða
tilgangi þjónar þessi mæling?
Leitað var svara hjá Jóni Baldri Þorbjörn-
ssyni, verkfræðingi hjá Bifreiðaskoðun Is-
lands hf.:
Þegar nýir bílar eru settir á markað er þeim
gert að uppfylla ákveðnar kröfur um hámark
mengandi efna í útblæstri vélarinnar. Við
mælingu þessa magns eru notuð mjög flókin
og dýr tæki og umfang mælingarinnar - eða
mengunarprófsins — er mikið.
Það segir sig sjálft að slík próf er ekki hægt
að framkvæma við hverja aðalskoðun bifreiða
til þess að fylgjst með magni mengandi efna
frá bílum eða ástandi mengunarvarnarbún-
aðar þeirra. Því er látið nægja að mæla hlut-
fallslegt rúmmál kolsýrlings í hægagangi, en
hann er eitt af eitruðu efnuðum í útblæstri
vélarinnar. Það segir ekki allt um ástand vél-
arinnar en gefur ákveðna vísbendingu um
stillingu hennar, sérstaklega ef mæligildið er
borið saman við upprunalegt magn kolsýrl-
ings frá vélinni nýrri.
Eríitt getur verið að tala um mikið eða lítið
magn kolsýrlings. Allt er þetta há viðmiðun-
inni, þ.e. magni kolsýrlings frá vélinni nýrri
miðað við ákveðinn snúningshraða. Hins veg-
ar hafa víða verið sett ákveðin mörk sem
skilja á milli þess sem telja má óeðlilega og
ekki óeðlilega hátt hlutfall kolsýrlings í
útblæstri. Hér á landi eru þessi mörk 4,5%
CO, þótt við aðalskoðun bíla séu mörkin sett
við 5,5% vegna takmarkaðrar mæliná-
kvæmni og annarra óvissuþátta. Svo til allir
bílar sem hafa þokkalega rétt stilltar vélar,
bæði hvað varðar blöndung og kveikjutíma,
eiga að geta verið innan þessara marka. Flest-
ar nýrri bílvélar eru langt undir þessum
mörkum, t.d. má geta þess að vélar með bensín-
innsprautun og rafeindastýrðan kveikjutíma
hafa CO-magn yfirleitt á bilinu 0,5-1,0%.
Hraðamerkingar
Samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra
er 90 km hámarkshraði á þjóðvegum með
bundnu slitlagi en 80 km á malarvegum. Á
ferð um landið sést að lítið samræmi er í því
hvernig þetta er gefið til kynna. Þegar ekið er
út úr Mosfellsbæ eftir Vesturlandsvegi blasir
við merki sem sýnir 90 km hámarkshraða,
eins og vera ber. Ef hins vegar er ekið frá
Borgarnesi upp í Borgarfjörð sýnir síðasta
merkið 70 km hámarkshraða (í stað 90 km).
Sams konar merki mætir manni á leið frá
Húsafelli (í stað 80 km merkis). Á leið út úr
þéttbýli er þó algengast að sé yfirstrikað 50
km merki. Það þýðir „sérstakri takmörkun
hámarkshraða lokið“, samkvæmt reglugerð.
Því er spurt hvort nokkuð mæli gegn því að
hraðamerkingar séu samræmdar þannig að á
leið út úr þéttbýli sé ávallt sýndur sá hraði
sem við tekur. Jafnframt væri til bóta að setja
90 km merki þegar ekið er af malarvegi inn á
19