BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 9
Eitt og annað
Mikið um bílslys
í Sovétríkjunum
Fram til þessa hefur lítið frést
af umferðarvandamálum í
Sovétríkjunum þar sem tölur um
umferðarslys hafa ekki verið
birtar. Nú hefur orðið breyting á
og nýlega voru birtar tölur um
slys á árinu 1988. Það ár fórust
hvorki fleiri né færri en 47.197
manns í umferðinni í Sovétríkj-
unum.
Þetta er rúmlega 18% aukning
frá árinu 1987 og er svipaður toll-
ur og tekinn er í bandarískri
umferð sem oft hefur verið talin
hröð og slysamikil. Tölur fyrir síð-
asta ár eru 58.460 látnir, þar af
5.572 börn. Alls voru skráð
318.805 slys og alvarlega slasaðir
voru 346.484.
Framtíðin er ekki talin bera í
skauti sér bjartari tíma í sovéskri
umferð. Engar framkvæmdir eru
við þjóðvegakerfið. Öll umferðar-
stjórn er undirmönnuð og bílar
eru notaðir þar til þeir nánast
hrynja niður og stafar því mikil
hætta af illa förnum og biluðum
bílum. Hjólbarðar eru sömuleiðis
notaðir til hins ítrasta og aðeins
má kaupa 0.8 nýjan hjólbarða á
hvern bíl á ári!
Verði þessari þróun ekki snúið
við er búist við að 100.000 manns
farist í umferðarslysum árið 1995.
Fjórði hver bílstjóri
án ökuskírteinis
Þrír ijórðu þeirra ökumanna
sem á árunum 1985 til 1988 voru
dæmdir fyrir umferðarlagabrot í
Svíþjóð höfðu áður hlotið dóm og
27% þeirra höfðu ekki ökuskír-
teini. Um 47% höfðu misst öku-
skírteinið áður.
í hópnum sem hafði misst öku-
skírteinið (47%) voru nokkrir
bílstjórar sem höfðu misst það allt
að fimm sinnum. Helmingur
þeirra sem var án ökuskírteinis
ók ölvaður. Árið 1985 voru 30%
þeirra sem óku ölvaðir undir þrí-
tugu en á síðasta ári hafði hlutfall
þeirra aukist í 40%.
Konur eiga hlut að máli í 6%
umferðarlagabrota. Þær eru yfir-
leitt eldri og eru sjaldnar teknar
ölvaðar við akstur.
Harðar sótt að einkabílum
í Bretlandi
Stöðugt koma fram nýjar kröf-
ur um hvaðeina er snertir um-
hverfismál og mengun. Á þetta
ekki síst við umferð í þéttbýli.
Þannig hafa ýmsar nýjar hug-
myndir um skattlagningu og
hávaðatakmörkun á umferð verið
til umræðu í Bretlandi að undan-
förnu.
Breski umhverfismálaráðherr-
ann íhugar að leggja sérstakt
kílómetragjald á þá sem aka
mikið. Ætlunin er einnig að
hækka vegatoll á breskum hrað-
brautum og ein nýjasta hugmynd-
in er að setja strangar reglur um
hávaðamörk í þéttbýlis- eða mið-
borgarkjörnum.
Enn ein tillagan sem Chris
Matten umhverfismálaráðherra
hefur sett fram er að banna stór-
mörkuðum að opna verslanir á
óbyggðum svæðum utan við borg-
irnar. Varðandi kílómetragjald er
hugmyndin sú að skattleggja þá
sem aka til dæmis yfir 60 þúsund
kílómetra á ári mun meira en þá
sem aka aðeins 16.000 km.
Þessar tillöguf um takmörkun
umferðar eru settar fram til að
sporna við fjölgun bíla. Spáð hefur
verið að á næstu þrjátíu árum
fjölgi bílum í Bretlandi um 140%
sem umhverfismálaráðherrann
telur óviðunandi og því verði að
grípa til harðra aðgerða til að
hægja á þessari aukningu.
Óáfeng borðvín
til jafns við áfeng
Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins (ÁTVR) hefur tekið upp
þá nýbreytni að selja óáfeng
þorðvín við hlið hinna áfengu.
Með þessu er gestgjöfum gert
kleift að kaupa drykkjarföng sín á
einum stað og þeim þannig auð-
veldað að viðhalda þeirri eðlilegu
venju, að á hvers konar manna-
mótum, þar sem áfengi er veitt,
séu einnig í boði óáfengir drykkir,
þar á meðal óáfengt vín, eins og
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, segir í bréfi til
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga þar sem hann fer þess á leit,
að þessi nýlunda sé kynnt for-
ustumönnum sveitarfélaga með
sama hætti og ráðuneytið hefur
kynnt hana forstöðumönnum
ríkisstofnana.
Óáfengu vínin, sem hér um
ræðir, eru raunveruleg vín, þ.e.
freyðivín, hvítvín, rósavín og
rauðvín, sem sneydd hafa verið
vínandanum og eru að styrkleika
miðuð við þau mörk, sem sett eru
í Evrópubandalagsríkjunum, þar
sem þau eru framleidd.
í bréfi sínu segir fjármálaráð-
herra: „Það er skylda þeirra, sem
hafa valist til að koma fram sem
fulltrúar hins opinbera, að virða
til fullnustu rétt þeirra, sem ekki
neyta áfengra drykkja, og stuðla
að öðru leyti að hófsemi og aðgát í
meðferð áfengis, án þess að dregið
sé úr eðlilegri glaðværð og
skemmtan á mannamótum
Ur Sveitarstjórnarmálum,
411990. 9