BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 15

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 15
Eitl og annað Lengstu brýrnar Skeiðarárbrúin, sem tekin var í notkun fyrir hálfum öðrum ára- tug, er enn lengsta brúin á land- inu, 904 metrar. Brúin yfir Borg- arfjörð er næstlengst, 520 metrar, í þriðja og fjórða sæti eru brýrnar yfir Súlu og Gígju á Skeiðarár- sandi, 420 og 376 metrar, og í fimmta sæti er nýja brúin yfir Ölf- usárósa, en hún er 360 metra löng. (Heimild: Vegamál.) Framkvæmdir merktar Sum verktakafyrirtæki sem taka að sér vinnu við vegarkafla fyrir Vegagerð ríkisins eru farin að merkja þessa kafla með stórum skiltum þar sem gefnar eru upp- lýsingar um umfang verksins, lengd vegarins og væntanleg verklok. Þetta er til fyrirmyndar og hlýtur að hafa þau áhrif að veg- farendurnir taki meira tillit til vegavinnumannanna og sætti sig við óþægindi sem af þessu leiða. Er ekki ástæða til að gera ráð fyr- ir slíkum merkingum í öllum útboðum Vegagerðarinnar og láta sömu reglu gilda við þau verk sem ekki eru boðin út, svo sem brúargerð? Verktakafyrirtækið Klæðning hf. merkti greinilega vegarkaflann sem þeir voru að vinna við á Mýrunum í júlímánuði. Bílbelti í aftursætum Frá og með 1. október er skylt að nota öryggisbelti í aftursætum bifreiða, eins og gilt hefur um framsætin síðustu tvö árin. Jafn- framt kveða lögin nú á um að börn yngri en sex ára skuli nota bíl- belti, barnabílstól, bílpúða eða annan viðurkenndan öryggisbún- að. Bannað er að hafa börn laus í framsæti. Erlendar rannsóknir sýna að með notkun bílbelta og barnabíl- stóla sé unnt að draga úr hættu á alvarlegum slysum farþega í aftursætum um 50-90%. Metaðsókn í Galtalæk Fjölmennasta útihátíðin um verslunarmannahelgina var í Galtalækjarskógi. Þar héldu bindindismenn mót í þrítugasta sinn og voru þátttakendur um átta þúsund, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Við Haugavegamót hefur verið kom- ið fyrir upplýsingaspjöldum sem sýna leiðir og þjónustustaði i Borg- arfirði. Fróðleg kort Vegagerðin hefur nú í sumar sett upp kort við nokkra fjölfarna vegi til að veita vegfarendum upplýsingar um helstu ökuleiðir í nágrenninu og þá þjónustu sem fá má á svæðinu. Kort þessi eru mjög vönduð að allri gerð og við þau hefur vegurinn verið breikkaður svo að ökumenn eigi auðvelt með að komast úr hinni hröðu umferð og kynna sér upplýsingarnar. Kirkjan er örugg Allir vita hve mörg slys verða á ári hverju, en hvernig er hægt að varast þau? Hér eru nokkur ein- föld ráð sem bent var á í tímarit- inu Pulip Helps: Ekki ferðast í bíl- um, þar verða um 20% allra meiri háttar slysa. Ekki dvelja heima, um 17% af öllum slysum gerast innan veggja heimilisins. Ekki ganga um á götum eða gangstétt- um, 14% af slysum verða þar. Ekki ferðast með lestum, flugvél- um eða skipum, um 16% af slys- um eiga sér stað þar. Aðeins 0,001% af öllum dauða- slysum gerast í messum, og þau eru yfirleitt tengd undanfarandi veikindum. Kirkjan er því örugg- asti staður í. heimi. Mættu því í messu eða á samkomu, það gæti bjargað lífi þínu! pþ. 15

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.