BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 17

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 17
vantar til dæmis fulltrúa nemenda, foreldra- félaga, félagsmálastofnana, fjölmiðla, áhuga- fólks um umferðarmenningu og fleiri fulltrúa heilbrigðisstétta svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst það mikil þversögn að ætlast til að heil- brigðisstéttir sem taka við og annast fjölda slasaðra úr umferðinni eigi aðeins einn full- trúa í ráðinu. Þar þyrftu einnig að starfa full- trúar úr héruðum landsins. Síðast en ekki síst þyrftu kvenmenn að vera í meirihluta. Þær eru varkárari í umferðinni en við og eðli þeirra er að vernda og gæta bús og barna. En á hvern hátt getur Umferðarráð komið úrbótum ígegn? — Mér finnst of mikill tími ráðsins fara í umfjöllun um ástand ökutækja. Ástand öku- tækja er í fæstum tilvikum orsakavaldur slysa, það sem er að eru brestir í hegðunar- mynstri manna. Þeir brestir eru orsakavaldur í langflestum slysatilvikum. Það á ekki að fela Umferðarráði vald en það getur að mínu viti best komið málum fram ef það starfar áfram sem ráðgefandi aðili fyrir stjórnvöld. Ef það starfar vel verður tekið tillit til þess og ég hugsa að rétt væri að fjölga í ráðinu og kalla það saman einu sinni til tvisvar á ári til sér- staks umferðarþings. Það mætti skoða ákveð- inn málaflokk í umferðinni í einu og setja fram tillögur um aðgerðir sem ráðið teldi nauðsynlegt að ráðast í. Æfa þarf viðbrögð við slysatilvikum Hvað finnstþér um ökukennslu og bílprófsald- ur? — Ég held að aldurinn skipti ekki öllu máli. Sautján ára unglingur er jafnfær eða jafn- klaufskur sem ökumaður og 18 eða 19 ára unglingur. Ungir ökumenn og reynslulitlir lenda oftast í árekstrum. Sautján ára gamlir bílstjórar eru miklu oftar aðili að árekstri en 18 eða 19 ára. Það er vegna þess að þeir hafa ekki fengið reynslu í akstri. Ökukennsluna má eflaust bæta en aðalatriðið er að æfa sig. Landlæknir hefur beitt sér fyrir slysavörnum, meðal annars í umferðinni. Hann telur að ýmislegt megi enn bæta svo sem ökukennsluna og þjálfun ungra ökumanna. 17

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.