BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 23

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 23
Tölvugagnabanki finnur svörtu blettina og bætir umferðina Hjá umferðardeild borgarverkfræðingsins í Reykjavík hefur um nokkurra ára skeið verið safnað upplýsingum um umferðaróhöpp í Reykjavík. Upplýsingarnar eru skráðar í tölvubanka eftir lögregluskýrslum og hefur Gunnar H. Gunnarsson deildarverkfræðing- ur hjá borgarverkfræðingi stjórnað þessu verki. Tilgangurinn með skráningunni er að athuga tíðni umferðaróhappa á hinum ýmsu stöðum í borginni og nota síðan upplýsingar- nar til að grípa til aðgerða til að draga úr slys- um þar sem þau eru tíðust. - Við eigum nú upplýsingar um umferðar- óhöpp á 2.300 gatnamótum og götuköflum frá árunum 1983 til 1989, segir Gunnar í viðtali við BFÖ-blaðið. - Þessar upplýsingar liggja til grundvallar athugun á umferðaröryggi og eftir athuganir setjum við síðan fram tillögur um aðgerðir sem við teljum að grípa þurfi til í því skyni að draga úr óhöppum. Lögregluskýrslur besti grunnurinn - Við byggjum skráninguna á lögreglu- skýrslum enda eru þær besti grunnurinn að slíkum gagnabanka, þetta eru samræmdar og vandaðar skýrslur sem sýna óhappið og allar kringumstæður. Við skráum aðila að óhapp- inu, ökutæki, gangandi vegfaranda, hjól- reiðamann o.s.frv., við skráum hvort menn slasist, tegund og orsök meiðsla, notkun bíl- beltis, innlögn á sjúkrahús, aldur og kyn við- komandi og síðan upplýsingar um aðstæður eins og birtu, tíma veður og færð, hversu alvarlegt óhappið var, ástand götunnar og gerð hjólbarða. Alls er hægt að skrá um 50 atriði í sambandi við hvert óhapp. Hvaða upplýsingar fást síðan úr þessari skráningu? - í fyrsta lagi sjáum við þá staði í gatna- kerfinu þar sem flest umferðaróhöpp eða slys hafa orðið á tilteknum tíma miðað við magn umferðarinnar og gerð umferðarmannvirkis og þessir staðir eru nefndir svartir blettir. Við fáum skrá yfir slasaða í umferðinni, á hvaða tíma óhöppin gerast og svo framvegis og get- um þannig dregið fram þær upplýsingar sem þarf til að athuga gatnakerfið sem þarf að vera í sífelldri skoðun. Þó að við eigum gagnabanka sem nær 7 ár aftur í tímann notum við yfirleitt ekki nema síðustu 3 til 5 árin. Ef við tökum eldri skrán- ingu með getur það breytt skráningunni því umferðin er alltaf að taka einhverjum breyt- ingum. Ef við byggjum athuganirnar hins vegar á þriggja til fimm ára safni upplýsinga teljum við okkur fá nokkuð marktækan banka. Gunnar segir að gagnabankinn sé notaður þannig að eftir ákveðnum formúlum sé hægt að reikna út óhappatíðni og óhappaþéttleika. Á þriðja þúsund umferðaróhöpp verða í

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.