BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 12

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 12
amshreysti, hæfni og möguleika og vilja geta nýtt sér hæfileika sína hvenær sem er. Nú er það svo við allar flokkanir á atferli og/ eða viðhorfum fólks að enginn einstaklingur fellur algerlega að einum flokki heldur er nær lagi að eitt atriði sé meira áberandi en önnur í fari hans. Það á við þessa flokkun hér. Hvað er til ráða? í svörum sextíumenninganna um hvað þeir telji mikilvægast að gera í áfengisvörnum er að finna skírskotanir í þessa flokka. Flestir leggja mikla áherslu á fræðslu. Þeir sem skil- greina hvað þeir eiga við með fræðslu benda fyrst og fremst á að kynna þurfi fyrir fólki afleiðingar áfengisneyslu á Qölskyldulíf og að láta þurfi staðreyndir tala. Væntanlega er hugsunin sú að fólk láti sér reynslu annarra að kenningu verða og varist þær hættur sem áfengisneyslan býður heim. Fræðsla getur þó falist í mörgu öðru eins og sumir benda réttilega á. Hún getur m.a. falist í því að kenna fólki að virkja möguleika sína til lífsnautnar og lífsfyllingar og opna augu þess fyrir kostum þess að neyta ekki áfengis ekki síður en ókostum þess að neyta þess. Með öðrum orðum að byggja á jákvæðum viðhorf- um í stað þess að einblína á það neikvæða. Svo gera börnin sem fyrir þeim er haft Oft er bent á mikilvægi fordæmis, bæði for- eldra og stjórnvalda, í áfengisvörnum, svo geri börnin sem fyrir þeim er haft. Það á bæði við um bindindissemi og drykkjuskap. Sú staðreynd að börnum drykkjusjúkra er mun hættara við að feta sömu slóð og foreldrarnir ætti að vera ábyrgum foreldrum víti til varn- aðar. Abyrgð foreldranna sé a.m.k. sú að fækka þeim tækifærum þegar áfengi er haft um hönd. Samfélag óttans Umhverfi og aðstæður ráða miklu um áfengisneyslu og það hve „eftirsóknarverð“ hún er. Nokkrir viðmælendanna sextíu benda þar á ýmislegt sem gæti skilað árangri. Má þar nefna hækkun á verði áfengis og að gera þurfi áfengisneytendur ábyrga gerða sinna og fylgja því eftir í löggjöf. Finnst þar vafalaust mörgum nóg um það öryggis- leysi og hættu sem fólki stafar af drykkju. 12 Samfélag, þar sem fólk þorir ekki að vera á ferli af ótta við árásir og líkamsmeiðingar, er ömurleg staðreynd sem er hlutskipti margra. Ávallt óáfengt Margir benda á að nauðsynlegt sé að hafa ávallt á boðstólum óáfenga drykki þegar fólk kemur saman til að gera sér dagamun þó að áfengi sé veitt. Undir þetta skal tekið heils- hugar. Með þessu er í verki viðurkenndur réttur hvers og eins til að taka ákvörðun. Það er ekkert réttlæti í því að ákvörðun þess sem ekki neytir áfengis sé honum byrði og valdi óþægindum sem margir þekkja. Þá er einnig viðruð sú skoðun að þörf sé fyr- ir skemmtistað án áfengis, ekki síst með ungt fólk í huga. í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að slíkur staður má ekki vera undirmálsstaður heldur að öllu leyti sam- bærilegur áfengisveitingastöðum með þjón- ustu og aðbúnað allan, helst betri. Annað og betra að gera Áfengisneysla á sér ekki stað í félags- og menningarlegu tómarúmi heldur tengist Heilbrigt líf-án áfengis, 3. hluti: Lífsstíll fólks á öllum aldri Enn leggjum við tvœr spum- ingar fyrir nokkra þekkta lands- menn, sem velja heilbrigt lif- án áfengis. Spurt er: 1. Hver er afstaða þln til áfengis og hvað ræður hennil 2. Hvaðfinnstþérbrýnastaðgera t áfengisvörnum? Ásgeir Jóhannesson forstjóri: 1. Þaðfellurbeturaðminum lifs- máta að vera bindindismaður og ég tel það farsælla fyrir ilesta aðila, þegar i heild er skoðað að haga þvi með svipuðum hætti. Það hefur reynst mér farsælt og ég vænti, að slfkt mætti einnig verða fleirum til farsældar. 2. í opinberum móttökum ætti fyrst og fremst að leggja áherslu á að bera fram óáfenga drykki fyrir gesti, en ekki eins og nú er venja að bjóða fyrst og fremst áfenga ■I drykki, og láta þá gesti, sem ekki neyta áfengis, bfða langtfmum saman eftir veitingum og þjón- ustu við sitt hæfi. Þeir, sem ekki reykja, fá nú viða betri aðbúnað en aðrir á vinnustöðum og ferða- lögum. Hvers vegna skyldi sá hátt- ur ekki einnig á hafður í þjónustu við þá, sem ekki neyta áfengis? Davíð B. Gislason handknattleiksmaður: 1. Það hefur aldrei komið til greina af minni hálfu að nota áfengi. Áfengisneysla er vitleysa, hún stofnar til óþarfa áhættu og peningaeyðslu. Þar sem ég er fþróttamaður af lifi og sál legg ég áherslu á heilbrigt lifemi og það er líf án áfengis og reykinga. Ég vil þó geta þess að ég hef aldrei orðið fyrir þrýstingi frá foreldrum að vera bindindismaður, þetta er min ákvörðun. Ég hef að vfsu dreypt tungunni f léttvfn en ég tel það hinn mesta óþverra f saman- burði við gos og aðra slfka drykki. Margir krakkar á mfnum aldri þjást af feimni sem ég tel aðal- ástæðu fyrir drykkju þeirra, þau fela sig á bak við áfengið. 2, Það ætti að tvöfalda verð é áfengi, þá aukast tekjur rfkissjóðs og dregur úr þeim kostnaði sem áfengisneysla hefur f fbr með sér. Einnig mætti hafa strangari gæslu við skemmtistaði og auka fræðslu um skaðsemi áfengis og gildi fþrótta. Þá þyrfti að láta fleira fólk koma fram f fjölmiðlum og segja frá slæmri reynslu sinni af notkun áfengis svo sem eftir slys og annað álfka, slfkar frá- sagnir hafa áhrif á aðra. Davfð Á. Gunnarsson forstjórl: 1. Ég veit hreinlega ekki, af hverju ég er bindindismaður. Spumingin ber með sér, að það sé eitthvað sérstakt við að vera bind- indismaður.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.