BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 21

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 21
Leitað svara veg með bundnu slitlagi og 80 km merki þegar því lýkur. Þar er nú steinkastmerki og mætti því nota sömu stöngina. Leitað var svara hjá Óla H. Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Umferðarráðs. Ég er sammála því að samræmi þarf að vera í umferðarmerkingum, m.a. þegar komið er út úr þéttbýli og við tekur aukinn hámarks- hraði. í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra (útg. 5/7 89) eru ný leiðbeiningarmerki í flokki upplýsingamerkja sem heita þéttbýli og þéttbýli lokið. Merkjum þessum á að koma fyrir annars vegar við akstursleiðir inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaga um þétt- býli gilda, en hins vegar þar sem þéttbýlis- reglur gilda ekki lengur. Umferðarráð og dómsmálaráðuneytið hafa hvatt til þess að slíkum merkjum verði komið fyrir á þéttbýlis- mörkum og má búast við að svo verði gert á næstunni. Umferðarmerki sem tilgreina hámarks- hraða - miðað við bestu aðstæður - eru sem slík áminnig til ökumanna um að fara ekki hraðar en áletrun þeirra segir til um. Ég hef því verið þeirrar skoðunar að við hættulega staði á vegum landsins ætti að „taka niður hraða“ með merkjum - jafnframt því að hafa þar viðvörunarmerki er greini nánar frá hætt- unni. En um þetta atriði eru ekki allir sam- mála. Þingvallahringurinn Á hverju ári leggja margir leið sína frá Reykjavík til Þingvalla og fagna því að sú leið er nú öll lögð bundnu slitlagi. Þegar haldið er aftur til höfuðborgarinnar freistast sumir til að fara „hina leiðina“ til baka, gegnum Sog og Ölfus um Hellisheiði. En þá tekur verra við. Vegurinn frá Þingvöllum suður í Þrastaskóg hefur lítið verið bættur síðustu áratugi, þetta er harður malarvegur og á honum eru þröngar brýr. Þessi vegarkafli hlýtur að vera nægilega Qölfarinn til að réttlætanlegt sé að klæða hann bundnu slitlagi. Nú eru ekki nema tíu ár til næstu stórhátíðar á Þingvöllum, þegar Kristnitökunnar verður minnst. Er ekki tímabært að gera úrbætur á þessum vegi fyrir aldamót til að greiða fyrir þeirri umferð sem þá má búast við? Leitað var svara hjá Helga Hallgrímssyni aðstoðarvegamálastjóra: Umræddur kafli á Þingvallavegi er um 24 km að lengd, malarvegur með nokkrum mjó- um brúm og ræsum. Kostnaður við að endur- byggja veginn og leggja hann bundnu slitlagi er metinn á tæplega 200 milljónir króna. Ekki liggur fyrir áætlun um það, hvenær ráðist verði í að byggja kaflann. Verkefnið er þó ekki stærra en svo, að auðveldlega má ljúka því fyrir aldamót, jafnvel þó að ekki verði byrjað á næsta ári eða þarnæsta, en það eru þau ár, sem núgildandi vegáætlun nær yfir. Þessi kafli keppir við marga aðra um það takmarkaða fjármagn, sem til umráða er hverju sinni. Hingað til hefur hann lotið í lægra haldi, enda umferð þarna ekki mjög mikil. Um kaflann milli Þrastaskógar og Ljósafoss fara tæplega 300 bílar á dag árið um kring. Ofan við Ljósafoss er umferðin veru- lega minni en þetta. Miðað við umferð á mörg- um malarköflum á Suðurlandi, er umferð um þennan veg lítil. Er þar m.a. að finna ástæðu þess að hann hefur ekki komist að. Á þessu stigi er ekki völ á ítarlegri svörum, en hér eru gefin. Vel má þó taka undir þá ósk fyrirspyrjanda, að bundið slitlag verði komið á þennan veg fyrir aldamót. 21

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.