BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 27

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 27
Jóladrykkir sem við mælum með Jólin eru hátíð allrar fjölskyld- unnar. Þá er til hátíðarbrigða bor- ið fram það besta í mat og drykk. Við kynnum hér nokkra óáfenga drykki. Völ er á margs konar hreinum ávaxta- og mjólk- urdrykkjum, auk gosdrykkja. I matvöruverslunum fást líka óáfeng vín. Sólskin 2 dl sterk sólberjasaft 2 dl vatn 3V2 dl eplasafi 3 negulnaglar lítið eitt af kanel Vi dl rúsínur 20 afhýddar möndlur Blandið saman saft, vatni, epla- safa og kryddinu. Hitið og lótið sjóða hægt í nokkrar mínútur. Skiptið möndlum og rúsínum í glösin. Tilvalið að bera fram með piparkökum. Ógnvekjandi 3 cl Tropicana 3 cl sítrónusafi 2 cl rjómi 1 cl grenadine Vi pressuð appelsína Skreyting: Sítrónusneið, rauð rör og súkkulaðispænir. Hrói höttur 5 cl óáfengt rauðvín Safi úr Vi appelsínu Safi úr Vi sítrónu 2 ísmolar Skreytt með V2 sítrónusneið ó glasbarmi. Eplamjólkurdrykkur IV2 dl mjólk 2-3 msk eplamauk 1 tsk sítrónusafi 4 msk vanilluís Þeytt allt vel saman og borið fram strax. Gullmjólkurdrykkur IV2 dl mjólk safi úr V2 sítrónu safi úr V2 appelsínu 1 eggjarauða 1 msk sykur 2 msk Emmess appelsínu- eða vanilluís Þeytið saman mjólk og eggja- rauðu. Blandið öllu hinu saman- við og þeytið. Notið alltaf ískalda mjólk í alla ísdrykki. Prinsessan 6 cl Egilssafi 6 cl sódavatn 6 cl Tropicana Skreyting: Rauð kokteilber, smá- sletta af blönduðum ávaxtasafa frá Val. Birtingur 6 dl appelsínusafi 6 dl eplasafi 6 dl ginger ale Safi úr einni sítrónu Sítrónusneið Templar 6 cl Tropicana 2 cl Mai Tai Mix (Holland House) 1 cl pönnukökusíróp Fyllt með Seven-Up Skreyting: Appelsínusneið, anan- asbitar, rautt kirsuber, rauð rör. Costa Del Sol 4 cl óáfengt rauðvín 6 cl sítrónudrykkur (t.d. gosdrykkur) Skreytt með sítrónusneið á glas- barmi Öskubuska (fyrir börn) 5 cl ananassafi (t.d. Trópí) 5 cl appelsínusafi 5 cl sítrónusafi Bragðbætt með ananassneið, appelsínusneið, sítrónusneið og kokteilberi á pinna. Sogrör. Óáfeng hvítvínsbolla (U.þ.b. 1,5 lítrar) 2 flöskur óáfengt hvítvín 1 poki frosin jarðarber Sítrónusneiðar ísmolar Setjið berin í skál og hellið víninu yfir. Setjið ísmola og sítrónu- sneiðar saman við. 1 stað hvítvíns má nota óáfengt freyðivín. Jólaglögg 2 bollar vatn 1 bolli sykur 2 msk. negulnaglar 2 kanilstangir, brotnar 2 tsk. saxað nýtt engifer (eða bútar af þurrkuðu) 4 bollar eplasafi 2 bollar appelsínusafi 4 msk. sítrónusafi Sjóðið vatnið og sykurinn í 10 mínútur. Bindið negulnaglana, kanilstangirnar og engiferið inn í grisju og látið vera í sykurlegin- um í eina klukkustund. Hrærið afganginn af efninu út í og hitið upp að suðu. Fjarlægið kryddið. Berið fram heitt eða kalt. Þetta getur orðið nokkuð bragðsterkt þannig að ef börn eru með getur verið gott að hafa þeirra glögg kalda og blanda hana til helm- inga með Sprite eða öðrum gosdrykk. 27

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.