BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 29

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 29
Verðlaunahafar fengu allir veglega bikara til eignar sem Hekla gaf og sigurvegarar fengu einnig farandbikar. Einnig voru tveir ferðavinningar frá Ferðamiðstöðinni Veröld sem Auður Yngvadóttir og Bjarni Ólafsson fengu. Þá gaf Hekla bíl fyrir að fara villulaust í brautinni, hann hreppti Garðar Ólafsson. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður og þá hreppti Garðar einnig bílinn. Það er ekki hægt að halda svona keppni nema með góðu samstarfi við Qölmarga aðila. í sumar voru í samstarfi við okkur DV sem flutti fréttir af keppnunum, Ríkisútvarpið með auglýsingar um keppnirnar og fréttir af því hvenær þær væru, bílaumboðið Hekla sem útvegaði bíla og gaf verðlaun í úrslitakeppn- ina og fl., reiðhjólaverslunin Fálkinn sem gaf tvö reiðhjól í reiðhjólakeppnina auk verð- launapeninga, Ferðamiðstöðin Veröld sem gaf tvær utanlandsferðir í verðlaun í akstri. Að auki styrktu okkur Ábyrgð tryggingafélag bindindismanna, Vífilfell (kóka kóla), Póstur og sími, Storno, Bifreiðaskoðun íslands, Silki- prent og fjölmargir aðrir aðilar sem gáfu verð- laun hver á sínum stað. Ekki má gleyma um- boðsmönnum keppninnar um land allt sem skiluðu mjög góðu starfi. Öllum þessum aðil- um viljum við fyrir hönd Bindindisfélags öku- manna þakka alveg einstaka lipurð og góðvild í okkar garð. Guðný Ása Jóhannsdóttir frá Höfn og . . . Að lokinni svona viðamikilli keppni þar sem venjulegir ökumenn taka þátt er vert að staldra aðeins við og hugleiða, til hvers svona keppni? Við sem að þessu stöndum teljum að með því að aka bíl við þær aðstæður sem reynt er að skapa fari viðkomandi að hugsa meira um stærð og umfang bílsins. Þá eru lagðar spurningar úr umferðinni fyrir keppendur sem síðan eru ræddar, er þetta ef til vill í eina skiptið sem margir leiða hugann að umferðar- lögunum. Von okkar er að sem flestir komi og taka þátt í þessum leik þó í keppnisformi sé til að fá betri tilfmningu fyrir bílnum og umferð- inni. BrynjarM. Valdimarsson. . . . Ingimar Einarsson frá Blönduósi unnu hjól.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.