BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 8
ólíklegt að hér sé um að ræða unglingahópa sem hafa að nokkru leyti brotist undan stjórn hinna fullorðnu og hafnað leiðsögn þeirra að meira og minna leyti. Tilvist slíkra unglinga- hópa er vel þekkt erlendis þar sem þeir hafa fengið ítarlega umfjöllun meðal annars í tengslum við áfengisneyslu. Að lokum má geta þess að ýmiss konar sál- ræn vanlíðan svo sem þunglyndi og kvíði, voru algengari meðal unglinga sem drukku áfengi og reyktu en hinna sem ekki gerðu það. Lokaorð Niðurstöður þær sem raktar hafa verið hér að framan má túlka á fleiri en einn veg enda verður ekki í fljótu bragði séð að þær falli und- ir neina eina kenningu. Niðurstöðurnar styðja að hluta til kenningar um félagslegt taumhald (social control) þar sem megin- áhersla er meðal annars lögð á sterk tengsl við foreldra og mikilvægi hefðbundinna gilda og stofnana (fjölskyldu og skóla). A sama hátt má túlka þessar niðurstöður þannig að hér sé fyrst og fremst um ákveðinn lífsstíl að ræða þar sem þættir eins og iðkun íþrótta og útivist og góð ástundun skólanáms fari ekki saman við neyslu áfengra drykkja og reykinga. Ekki er ástæða til þess að fara lengra út í þennan túlkunarvanda hér enda á slík umræða vænt- anlega heima á öðrum vettvangi (sjá t.d. Þór- ólfur Þórlindsson og Rúnar Vilhjálmsson 1990). Aftur á móti er sérstök ástæða til þess að benda á mikilvægi þessara niðurstaðna fyrir fyrirbyggjandi starf sem beinist að því að draga úr neyslu áfengis og tóbaks meðal ung- linga. í stuttu máli má segja að þessar niður- stöður sýni hve mikilvægt það er að forvarn- Rafmagnsverktakar Keflavíkur hf. Keflavíkurflugvelli arstarfinu sé beint að áhættuhópnum, það er að segja þeim unglingum sem standa höllum fæti í skóla, stunda ekki heilbrigða tóm- stundaiðju o.s.frv. í þessu skyni mætti hugs- anlega virkja námsráðgjafa og kennara í rík- ara mæli en verið hefur. A sama hátt má segja að mikilvægt sé að efla íþróttastarfið þannig að það næði til fleiri hópa. Þá er mikilvægt að reyna að ná til þeirra sem lifa lífi sínu fyrst og fremst innan jafningjahópsins og mynda ríki í ríkinu, ef svo má að orði komast. Að lokum er rétt að benda á að niðurstöður úr þessari rann- sókn og erlendum rannsóknum um sama efni styðji þá skoðun að fyrirbyggjandi aðgerðir sem stefnt er gegn neyslu áfengis og tóbaks komi einnig að verulegu gagni í baráttunni við aðra vímugjafa. Heimildaskrá: Bachman, J.G., Johnston, L.D., & O’Malley. PþM. (1981). Smoking, drinking, and drug use among American high school students: Correlates and trends, 1975—1979. American Journal of Public Health, 71, 59-69. McDermott, D. (1984). The relationship of perntal drug use and Parent’s attitude concerning adolescent drug use to adolescent drug use. Adolescence. 19, 89- 97. Þórólfur Þórlindsson. (1989) Sport participation, smoking and drug and alcohol use among Icelandic youth. Sociology ofSport Journal, 6, 136—143. Þórólfur Þórlindsson og Rúnar Vilhjálmsson 1990. „Factors related to cigarette smoking and alcohol use among adolescents". Óbirt ritgerð. Welte, J.W., Barnes, G.M. (1985) Alcohol: The gateway to other drug use among secondary-school students. Journal ofYouth andAdolescence, 14,487- 498. Járniðnaðar- og pípulagningaverktakar Keflavíkur hf. Keflavíkurflugvelli

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.