BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 28

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 28
Ökuleiknin 1990: Bíllinn gekk út Ökuleikni ’90 hófst með Pressukeppni við bílaumboðið Heklu mánudaginn 11. júní. Þar mættu keppendur frá flestum fjölmiðlunum. Almenna keppnin hófst síðan rólega af ýms- um orsökum. I fyrstu keppnunum bar mikið á því að heimsmeistarakeppni í fótbolta stóð yfir. Fjöldi þátttakenda jókst er leið á keppn- ina. Það sem er athyglisverðast með fjölda þátttakenda er að á minni stöðunum eru oft fleiri keppendur en á þeim stærri. Það urðu breytingar á samstarfsaðila með bíla en Hekla kom til samstarfs við Ökuleiknina, vilj- um við þakka þeim einstaklega lipra og góða þjónustu á síðustu stundu við að útvega bíl til nota fyrir Ökuleiknina. Ökuleikni 90 fór fram á 36 stöðum á land- inu. Þátttakendur voru 303 í bifreiðarakstri og á reiðhjólum 528. Sigurvegarar á hverjum stað áttu kost á því að koma til úrslitakeppni sem haldin var við bifreiðaumboðið Heklu í Reykjavík 1. og 2. september 1990. Sigurvegarar í úrslitakeppni voru: Garðar Ólafsson fékk bíl fyrir að fara villulaust í úrslitakeppninni. Kvennariðill: Sigurvegari Auður Yngva- dóttir með 616 refsistig. Önnur varð Þóra Vík- ingsdóttir með 726 refsistig. Þriðja varð Guðný Guðmundsdóttir með 789 refsistig. Karlariðill: Sigurvegari varð Þráinn Jens- son með 434 refsistig. Annar varð Garðar Ólafsson með 505 refsistig. Þriðji varð Bjarni Ólafsson með 544 refsistig. Sigurvegarar íkarlariðli: Garðar, Þráinn ogBjarni. Sigurvegarar í kvennariðli: Guðný, Þóra og Auður. 28

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.